Hallgrímur vill „samvisku þjóðarinnar“ á Bessastaði

Það styttist senn í forsetakosningar. Fá alvörugefin framboð hafa þó enn verið tilkynnt. Enginn skortur er þó á því að menn skora á aðra að fara í framboð. Eitt nýjasta dæmið um það var fyrir helgi þegar Bubbi Morthens kallaði eftir framboði Ólaf Jóhans Ólafssonar rithöfunds.

En Bubbi er ekki einn um að kalla eftir framboði. Hallgrímur Helgason gerir það einnig í dag og segist vilja Katrínu Oddsdóttur á Bessastaði. Hún er lögmaður og líklega þekktust fyrir að vera talsmaður nýrrar stjórnarskrár. Hallgrímur skrifar:

„Með fullri virðingu fyrir Bubba og ÓJÓ þá held ég að nú sé tíð á konu á Bessastaði, og þá kemur þessi kempa óneitanlega upp í hugann. Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri.“

Hann heldur áfram og segir Katrínu ekkert annað en samvisku þjóðarinnar. „Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu. Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum,“ segir Hallgrímur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí