Hinn réttláta barátta ALU við Amazon-Þursinn

Það er til löggjöf frá 1935 NLRA og stofnun NLRB í Bandaríkjunum sem á að vernda rétt verkafólks en hún virkar alls ekki.  Meðal annars virkar hún ekki vegna öflugs andófs stórfyrirtækja á borð við Amazon, Walmart, SpaceX, Tesla, Home Depot og Whole Foods Market.

Það virðist heldur ekki vera vilji meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum að fjármagna vinnumarkaðs stofnunina NLRB sem á að sjá til þess að fyrirtæki fari eftir lögum NLRA.

Flestir Íslendingar þekkja ekki þessa sögu, því er gagnlegt að setja saman tímalínu. Eftir að Smalls var rekinn, tjaldaði hann við strætóstoppistöð í nágrenni vöruhúsanna og talaði við starfsfólk JFK8 á leið þeirra til og frá vinnu. Þannig unnu hann og félagar hans hug og hjörtu sinna fyrrverandi samstarfsmanna með óþreytandi elju og seiglu.

Hér er tímalínan í hækkandi tímaröð:

● 30. mars 2020: Smalls leiðir mótmæli á JFK8 þar sem krafist er bættrar heilsuverndar í COVID-19 faraldrinum, hann var rekinn síðar sama dag.

● 20. apríl 2021: Smalls og félagar stofna verkalýðsfélagið ALU og byrja að safna félögum og stuðningsfólki með sterkri viðveru á netinu og í raunheimum.

● 1. apríl 2022: Starfsmenn JFK8 kjósa að ganga í verkalýðsfélagið ALU og verða þar með fyrstu verkalýðsfélagsbundnu Amazon-starfsfólkið í Bandaríkjunum. Af 4.785 kjörseðlum greiddu 2.554 atkvæði með og 2.131 á móti.

● 18. nóvember 2022: Alríkisdómari kveður upp dómsúrskurð þar sem Amazon er skipað að hætta að reka það starfsfólk sitt sem tekur þátt í að skipuleggja kjarabaráttu. Úrskurðurinn byggir á kröfu NLRB, þar sem Amazon er sakað um að hafa ólögmætt rekið Jonathan Bailey, starfsmann hjá JFK8, fyrir að hafa ásamt samstarfsmönnum sínum barist fyrir heilsu- og öryggisvernd á vinnustað í kjölfar COVID-19 faraldursins, og fyrir að hafa mótmælt með samstarfsfólki sínu gegn því að Amazon veitti ekki starfsfólkinu nægilega öryggisvernd með því að útvega sóttvarnarbúnað.

● 11. janúar 2023: Dómari hefur staðfest niðurstöður stéttarfélagskosningarinnar hjá ALU frá 1. apríl 2022. Hann hafnar þar með ásökunum Amazon um misferli af hálfu ALU og NLRB. Amazon hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist áfrýja úrskurðinum.

● 24. febrúar 2024: Amazon heldur því fram fyrir dómstólum að NLRB sé stjórnskipulega ólögmætt, og gengur þannig til liðs við SpaceX og Trader Joe’s í að vefengja skipulag og valdsvið stofnunarinnar. Fyrirtækið staðhæfir að NLRB brjóti gegn réttindum þess og þrískiptingu valdsins, og krefst þess að dómstóllinn ógildi aðgerðir og ákvarðanir NLRB.

Smalls og ALU bíða enn eftir niðurstöðum rannsóknarinnar og ákvörðun NLRB varðandi kærur starfsfólks og verkalýðsfélagsins. Þeir eru jafnframt enn að reyna að semja við Amazon, sem neitar að viðurkenna eða semja við verkalýðsfélagið. Auk þess eru þeir að reyna að skipuleggja aðrar Amazon-stöðvar í Bandaríkjunum og erlendis og hafa þegar fengið fyrirspurnir frá yfir 50 vöruhúsum, ásamt fyrirspurnum frá starfsmönnum í Kanada, Indlandi, Suður-Afríku og Bretlandi. Þessi grein er framhald, sjá hér.

Mynd: Forseti Biden og Chris Smalls, leiðtogi verkalýðsfélagsins Amazon (ALU), hittust í Hvíta húsinu þann 5. maí 2022.

Mynd 2: Chris Smalls og vinnuréttarlögfræðingurinn Seth Goldstein sitja utan við Amazon vöruhúsið á Staten Island í nóvember 2021, um átta mánuðum eftir að hann var rekinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí