Hundruð votta Navalny virðingu í aðdraganda forsetakosninga í Rússlandi

Hundruð Rússa hafa lagt leið sína að leiði rússneska andófsmannsins Alexei Navalny um helgina, til að votta honum virðingu sína. Þúsundir syrgjenda sóttu útför Navalny á föstudaginn þrátt fyrir hótanir um hantökur. Tugir voru handteknir við jarðarförina og fleiri í borgum víðsvegar um Rússland. 

Fólk hefur staðið í löngum röðum í bið eftir að komast að gröf Navalny mest alla liðna helgi, með blóm í hönd, í Borisovsky kirkjugarðinum í Moskvu. Lyudmila Navalnaya, móðir Navalny, var meðal syrgjenda sem heimsóttu leiði hans í gær, annan daginn í röð. Með henni í för var tengdamóðir Navalny, Alla Vladimirovna Abrosimova, móðir Yuliu ekkju andófsmannsins. 

Rússnesk lögregla var á vakt í kirkjugarðinum en samkvæmt lýsingum vitna dró úr henni í gær frá því sem verið hafði á laugardag. Ekki er vitað til þess að syrgjendur hafi verið handteknir í kirkjugarðinum. 

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig persónulegu um andlát Navalny, sem var helsti gagnrýnandi forsetans síðustu ár. Stuðningsmenn Navalny halda því blákalt fram að Pútín hafi fyrirskipað morð á Navalny og vestrænir þjóðarleiðtogar hafa sagt að Pútín beri ábyrgð á dauða hans. 

Forsetakosningar fara fram í Rússlandi 15. til 17. þessa mánaðar. Þar mun Pútín hafa sigur án nokkurar raunverulegrar andstöðu að því er fullyrt er. Framboði Navalny var hafnað með þeim rökum að hann hefði hlotið refsidóma, rétt eins og gert var í kosningunum árið 2018. Fleiri framboðum var hafnað með ýmsum rökum, meðal annars var framboði fyrrverandi þingmannsins Boris Nadezhdin. Nadezhdin tilkynnti þegar hann bauð sig fram að hann myndi leggja áherslu á að binda enda á stríðsreksturinn í Úkraínu. Framboð hans var hafnað á þeim forsendum að misræmi væri í undirskriftalistum stuðningsmanna hans en ljóst þykir að and-stríðs afstaða hans sé raunverulega ástæðan fyrir því að framboð hans var útilokað. 

Þrír aðrir eru í framboði, utan Pútíns, og er helst horft til Vladislav Davankov, frambjóðanda frjálslynda mið hægri flokksins Ný þjóð, sem einhvers konar andstæðingi við Pútín. Davankov hefur lofað frið og friðarviðræðum við Úkraínu, og þá er hann ungur maður, aðeins fertugur, og ef því mótvægi við forsetann sitjandi, sem er 71 árs.

Fæstir stjórnmálaskýrendur hafa nokkra trú á að kosningarnar muni fara fram með lýðræðislegum eða sanngjörnum hætti, heldur muni Pútín og meðreiðarsveinar hans beita bellibrögðum, þvingunum og ógnunum við framkvæmd þeirra. Kjörtímabil forseta er sex ár. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí