Ókláruð sjálfsævisaga Navalny gefin út í haust

Stjórnarandstæðingurinn og baráttumaðurinn Alexei Navalny heitinn hóf skrif sjálfsævisötu sinnar fyrir fjórum árum síðar. Nú er, að honum látnum, verið að búa ævisöguna til útgáfu sem af verður í október. Útgefandi bókarinnar lýsir henni sem hans „síðasta bréfi til heimsins“. 

Navalny lést 16. febrúar síðastliðinn af óútskýrðum ástæðum í fangabúðum Rússa þar sem hann afplánaði 19 ára dóm, sem almennt er litið á sem að hafi verið kveðinn upp sem hluta af pólitískum ofsóknum valdsmanna í Kreml á hendur honum. Ekkja hans, ættingjar, vinir og samstarfsfólk hefur skellt skuldinni á dauða hans á rússnesk stjórnvöld, og einkum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Það hafa þjóðarleiðtogar nánast um heim allan einnig gert. Stjórnvöld í Kreml hafa hins vegar harðlega neitað því að bera nokkra ábyrgð á andláti Navalnys. 

Sjálfsævisöguna byrjaði Navalny að rita árið 2020 í Þýskalandi, þar sem hann lá sjúkralegu eftir að eitrað var fyrir honum. Útgefandinn, Alfred A. Knopf, segir Navalny hafa haldið áfram skrifunum í fangelsi eftir að hann sneri heim til Rússlands í janúar 2021. Hann var handtekinn þegar við komuna, á flugvellinum. 

Yulia Navalnaya, ekkja Navalnys, sagði í yfirlýsingu sem hún birti á X, áður Twitter, að bókin myndi koma út á fjölda tungumála og þar á meðal á rússnesku. „Það var ekki svona sem ég ímyndaði mér að Alexei myndi skrifa ævisöguna sína. Ég hélt að við myndum vera um áttrætt, hann myndi sitja við tölvuna, við opinn glugga, og skrifa. Og ég myndi ganga um og þusa um að barnabörnin væru á leiðinni og hann væri að eyða tímanum í vitleysu,“ sagði Yulia. 

„Að deila sögu hans mun ekki aðeins heiðra minningu hans heldur einnig veita öðrum innblástur til að standa fyrir því sem rétt er og missa aldrei sjónar á þeim gildum sem í raun og veru skipta máli,“ bætti hún við. 

Yulia hét því að halda áfram baráttu eiginmanns síns „hinu dásamlega Rússlandi framtíðarinnar“. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí