Tugþúsundir flýja flóð í Rússlandi og Kazakhstan

Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út viðvaranir og hvatt fólk til að yfirgefa heimili sín í Kurgan og Tyumen héruðum vegna gríðarlegra flóða. Flóðin hafa þá einnig haft mikil áhrif í nágrannaríkinu Kazakhstan. Tugir þúsunda hafa þegar þurft að flýja heimili sín. 

Búist er við að flóðin nái hámarki í dag í Kurgan héraði. Þar, á mörkum Úralfjalla og Síberíu hefur Tobol áin vaxið gríðarlega vegna leysingavatns og brotist yfir bakka sína. Er vatnsmagnið gríðarlegt, 6,3 metrar að dýpt í Kurganborg, sem er stærsta borgin í héraðinu. Þar búa ríflega 300 þúsund manns en um 800 þúsund í héraðinu öllu. 

Flóðin í Rússlandi og Kazakhstan eru hin verstu í manna minnum og orsakast einkum af gríðarmikilli snjókomu sem svo þiðnaði mjög hratt í miklum rigningum yfir landi sem var vatnsósa þegar fyrir, áður en vetur skall á. Er flóðunum lýst sem heilu hafi vatns og frekari rigningar bæta gráu ofan á svart. 

Yfir sjö þúsund íbúar þurftu að rýma heimili sín í gær eftir að flætt hafði að hundruðum íbúðabygginga. 

Í Kazakhstan hafa yfir 108 þúsund manns þurft að flýja heimili sín frá því í síðasta mánuði, þegar flóðin hófust. Forseti Kazakhstan, Kassym-Jomart Tokayev hefur lýst flóðunum sem verstu náttúruhamförum í landinu í 80 ár. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí