Rússar kenna Bretum, Bandaríkjamönnum og Úkraínumönnum um hryðjuverkin

Rússneskir ráðamenn halda sig enn við að Úkrínumenn hafi haft hönd í bagga varðandi hryðjuverkið mannskæða í Moskvu í síðustu viku. Nú hafa þeir bætt enn í samsæriskenningarnar en yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar FSB sagði i dag að Bandaríkin, Bretland og Úkraína stæðu að baki árásinni. 

Hópur innan hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, ISIS-K, hafa lýst ábyrgð á hryðjuverkinu, og birt myndefni frá árásinni. Vladimir Putín viðurkenndi í gær að öfgasinnaðir íslamistar hefðu gert hryðjuverkaárásina, en lagði endu að síður lykkju á leið sína og reyndi að tengja hryðjuverkamennina við Úkraínu. Yfirmaður FSB, Alexander Bortnikov, sagði þá í dag eftir því sem ríkisfréttastofan Tass greinir frá að ekki hefði tekist að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu árásina. Hryðjuverkamennirnir hefðu verið handteknir á flótta til Úkraínu, þar sem þeim myndi hafa verið „fagnað sem hetjum“. „Við teljum að ódæðið hafi verið skipulagt bæði af íslömsku öfgamönnunum og, auðvitað, það gert mögulegt með aðstoð vestrænna leyniþjónusta, auk þess sem úkraínska leyniþjónusta átti beina aðild,“ var haft eftir Bortnikov í rússneskum miðlum. Tass fréttastofan greindi frá því að Bortnikov hefði lýst því að leyniþjónustur Bretlands og Bandaríkjanna væru þær sem hefðu staðið að baki árásinni. Hvorki Bortnikov né Pútín, eða nokkur annar innan rússneska stjórnkerfisins hafa lagt fram nokkur gögn til að færa sönnur á þessar yfirlýsingar sínar. 

Stjórnvöld í Kænugarði hafa alfarið neitað því að þau hafi nokkra aðkomu haft að hryðjuverkinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí