Framsóknarflokkurinn hét breytingum í borginni í kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar framsókn vann glæstan sigur og fékk fjóra menn kjörna.
Einar Þorsteinsson, oddviti þeirra, er orðinn bporgarstjóri en ekki hrífast allir af stjórnsýslu hans.
Jón Viðar Jónmundsson leiklistarrýnir sem ræddi forðum uppfærslur svo undan sveið spyr á facebook:
„Hvað gengur að Einari Þorsteinssyni? Hann ræðst með offorsi á borgarfulltrúa Flokks fólksins og hefur í hótunum við hana út af einhverjum embættismönnum sem hún á að hafa gagnrýnt. Talar um að þurfi að setja það mál „í ferli“, hvað svo sem það á að þýða. Heldur maðurinn að hann sé einhver Pútín?
Tilefni þessara orða er frétt DV um rifrildi á borgarstjórnarfundi.
„Og auðvitað var barnaskapur að halda að hann væri maður til að snúa við blaðinu og draga til baka þá forkastanlegu aðgerð DBE og kó að slátra Borgarskjalasafninu,“ segir Jón Viðar.
„Að vísu á hann eftir að sjá reikninginn frá ríkinu þegar safnið, þetta vel rekna og frábæra skjalasafn, á að hverfa inní hít Þjóðskjalasafnsins. En það er sjálfsagt aukaatriði og ekkert of dýru verði keypt, ef tekst að koma nógu þungu höggi á Svanhildi borgarskjalavörð sem ég veit að hefur mátt sitja undir persónulegum árásum þess fráfarandi og fylgifiska hans. En svona embættismenn eins og hún, sem taka það upp hjá sjálfum sér að fara ofan í rándýrt klúður sjálfs borgarstjórans, þá þarf auðvitað að niðurlægja fyrst og uppræta svo, eins og þeir gera austurí Rússíá. Ömurlegt – í einu orði sagt: ömurlegt!“
Skrifar Jón Viðar.
Sjá fréttina sem hann deilir með orðum sínum hér: