Landrán Ísraela er stríðsglæpur segir Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Því sem næst gengdarlaus útþensla landránsbyggða Ísraela á herteknum svæðum Palestínu er stríðsglæpur. Þetta segir Volker Turk, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. 

Útþensla landránsbyggðanna hefur færst gríðarlega í aukana síðusut misseri, og ekki síst eftir að árásarstríð Ísraela á Gaza ströndina hófst 7. október og nú er svo komið að hætta er á að allir raunhæfir möguleikar á palestínsku ríki séu úr sögunni, af þeim sökum, segir Turk. Vöxtur landránsbyggðanna jafngildir 

Vöxtur ísraelskra landtökubyggða jafngildir því að Ísraelar flytja eigin borgara til hertekinna svæða, sem er stríðsglæpur, sagði Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á föstudag.

Landránsbyggðir Ísraela á palestínsku landi hafa árum saman verið, af þjóðum heims, álitnar brot gegn alþjóðalögum og þrándur í götu sjálfstæðs palestínsks ríkis. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu þessu meðal annars í síðasta mánuði, eftir að Ísraelar tilkynntu um áætlanir sínar um frekari uppbyggingu á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum. 

„Ofbeldi landtökumanna og brot sem tengjast landnemabyggðunum hafa náð hneykslanlegum hæðum,“ sagði Turk í yfirlýsingu sinni, en henni fylgdi 16 blaðsíðna skýrsla um útþenslu landránsbyggða Ísraela. Í skýrslunni, sem byggir á eftirliti Sameinuðu þjóðanna auk annarra gagna, er greint frá því að 24.300 nýbyggingar hafi verið skráðar á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum á tólf mánaða tímabili til enda nóvember síðastliðins. Aldrei hafa eins margar nýbyggingar verið skráðar á sambærilegu tímabili síðan farið var að fylgjast með árið 2017. 

Þá segir í skýrslunni stórkostleg aukning hafi orðið á harkalegu, alvarlegu og tíðu ofbeldi bæði ísraelskra landnema og af hálfu ísraelskra yfirvalda gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum, og einkum eftir að árásarstríð Ísraela á Gaza hófst. Síðan þá hafa yfir 400 Palestínumenn verið myrtir af ísraelskum hermönnum og landránsmönnum. 

Landrán Ísraela hófst eftir Sex daga stríðið árið 1967, þegar Ísraelar hernámu Vesturbakkann, Austur Jerúsalem og Gaza ströndina. Uppbygging landránssvæðanna er brot á alþjóðalögum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí