Lítil sem engin aukning á hjálpargögnum til Gaza – 14 þúsund börn látin

Lítil sem engin aukning hefur orðið á flutningi hjálpargagna til Gaza að því er Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) greinir frá. Staðan hefur þá farið hríðversnandi á norðurhluta Gazastrandar, þar sem hungursneiðin er verst. Frá 22. mars hafa Ísraelar hafnað öllum beiðnum UNRWA um að senda bílalestir með matvælaaðstoð til norðurhlutans, og lýst því að slíkar beiðnir verði ekki samþykktar. 

Fyrstu 25 daga marsmánaðar komust að meðaltali 155 vörubílar með neyðaraðstoð inn á Gaza-ströndina. Það er víðsfjarri þeim fjölda sem nauðsynlegur er talinn, og markmið hefur verið sett um, sem eru 500 bílar á dag. 

Þrátt fyrir samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á ályktun um tafarlaust vopnahlé frá því í fyrradag er ekkert lát á hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gaza. Í ályktun Öryggisráðsins er einnig tilgreint að auka skuli flæði mannúðaraðstoðar til Gaza en við því hafa Ísraelar heldur ekki orðið. 

UNRWA eru langstærstu mannúðarhjálpin sem veitir neyðaraðstoð á Gaza. Frá því árásarstríð Ísraela hófst hafa UNRWA komið matvælaaðstoð til 1,8 milljóna Palestínumanna á Gaza, um 85 prósent allra sem ströndina byggja. Frá upphafi stríðsins hefur 171 starfsmaður UNRWA verið drepinn. 

Þá segir UNRWA að fjöldi Palestínumanna á flótta á Gaza sé nú orðinn 1,7 milljónir, sem jafngildir þremur fjórðu af öllum íbúm svæðisins. Flestir hafa neyðst til að leggja á flótta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þá eru þau 25 prósent sem ekki hafa neyðst til að leggja á flótta milli steins og sleggju, meðal annars íbúar borgarinnar Rafah sem eru þar í herkví. Í Rafah eru nú um 1,2 milljónir Palestínumanna, að stórum hluta flóttafólk. Ísraelar hafa svo vikum skiptir hótað því að gera árás á borgina og virðist ekkert benda til þess að þær áætlanir hafi verið lagðar til hliðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað við því að ef af verður myndi skapast mannúðarkrísa af áður óþekktri stærðargráðu, ofan á þá skelfilegu stöðu sem uppi er nú þegar. 

Yfir 32.300 Palestínumenn eru látnir eftir að árásarstríð Ísraela hófst 7. október síðastliðinn. Hátt í 75 þúsund eru særðir og yfir 7.000 er saknað. Samkvæmt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, er rétt um helmingur látinna börn, 13.750 börn eru látin. Hátt í tuttugu börn létust í árásum Ísraela í fyrrinótt, aðeins örfáum klukkutímum eftir að Öryggisráðið samþykkti ályktun sína um tafarlaust vopnahlé. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí