Misboðið yfir aðgerðapakkanum: „Launþegar á leigumarkaði þurfa að greiða fyrir þetta með heilsu sinni og lífskjörum“

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir að sér sé verulega misboðið við að heyra fregnir af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann segir að pakkinn gangi allt of skammt fyrir alla þá sem horfa upp á laun sín hverfa í hyldýpið, í vasa leigusala. Hann segir að sú hækkun á húsaleigubótum, sem ríkisstjórnin hefur stært sig af,  gagnist aðeins örfáum.

„Sjaldan hefur verið meira misboðið en við fréttir gærdagsins um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og launahækkanir til lágtekjuhópa. Að sama skapi var mér stórlega misboðið að sjá vel meinandi fólk fagna því hvernig stórir hópar launþega á leigumarkaði þurfa að greiða fyrir þetta með heilsu sinni og lífskjörum. Meðalhúsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúmlega 40.000 kr. frá því í haust. Hækkun á grunnframfærslu er að sama skapi tæplega 15.000 kr frá því í fyrra. Samanlagt er þessi hækkun á framfærslukostnaði leigjenda uppá 55.000 kr,“ segir Guðmundur Hrafn á Facebook.

Hann segir að með þessu sé verið að viðhalda þeirri kjaraskerðingu sem leigjendur hafa þurft að búa við svo áratugum skiptir. „Samið var um hækkun á ráðstöfunartekjum upp á 16.000 kr. og hækkun húsnæðisbóta upp á 15.000 kr til lítils hóps leigjenda, aðeins þeirra sem fá hámarksbætur. Að meðaltali mun upphæðin vera 10.500 kr. Það er hækkun ráðstöfunartekna upp á 26.500 kr á meðan að framfærsla og húsaleiga hækkar um 55.000 kr. Með þessum samningum er verið að staðfesta og viðhalda áratugalangri kjaraskerðingu fyrir stóra launþegahópa á leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn og bætir við að lokum:

„Mér finnst það vægast sagt hræðileg niðurstaða og allt vel meinandi fólk ætti að sjá sóma sinn í að láta í sér heyra um það. Það er aldrei réttlætanlegt að láta þær fjölskyldur sem verst hafa það í okkar samfélagi borga fyrir frið á vinnumarkaði með hnignandi lífskjörum sínum, svo hægt sé að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar og borga skólamáltíðir fyrir formann SA.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí