„Þetta rímar vel við það sem við verðum áskynja,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna.
„Það hrúgast inn til okkar erindi frá leigjendum sem eru á vergangi,“ segir hann.
Samkvæmt nýrri úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur staðan sjaldan eða aldrei verið verri hjá leigjendum en nú.
Verst er ástandið meðal leigjenda á aldrinum 35-44 ára. Þeir upplifðu samkvæmt rannsókn HMS mestar verðhækkanir og búa við þrengri kost en aðrir aldurshópar.
Aðeins þriðji hver leigjandi telur sig í sterkri samningsstöðu gagnvart leigusala. Þetta er mikil breyting frá því sem var á haustmánuðum 2022. Þá taldi annar hver leigjandi sig hafa sterka stöðu.
Leigjendur á aldrinum 35-44 ára á leigumarkaði hafa einnig undanfarið séð hraðar leiguverðshækkanir. Þá hefur húsakostur þeirra látið á sjá samkvæmt rannsókninni.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward