Rektorar bandarískra háskóla reknir ef þeir tjá sig gagnrýnið um stjórnarstefnu

Málfrelsi sætir fordæmalausum skerðingum víða um heim miðað við seinni tíma. Rektorar, prófessor og nemendur háskóla eru reknir fyrir það eitt að tjá sig opinberlega um stjórnarstefnu í landi frelsisins, Bandaríkjunum.

Magnús Bernharðsson prófessor í sögu ræddi þetta örlög sumra fræðimanna sem andæfa stjórnarstefnu í ríkjum sem þó kenna sig við réttlæti og lýðræði við Gunnar Smára Egilsson við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Nefndi Magnús að vinir hans og kollegar í bandarískum háskólum hefðu þurft að þola ýmislegt síðustu misseri.

„Það eru meiri átök í háskólum í Bandaríkjunum en um langt skeið,“ sagði Magnús.

„Þetta er stórmál. Rektorar stærstu og virtustu háskóla heims og í Bandaríkjunum hafa þurft að segja af sér.“

Magnús spyr í þættinum hver staða hina almenna manns sé að verða í heiminum ef staða fræðimanna og rektora í stofnunum sem taldar voru njóta ákveðinnar verndar gagnvart pólitísku inngripi sé orðin svona.

„Fólk er hrætt,“ segir Magnús.

Umræðan hefst á 31. mínútu – en allt Rauða borðið í gær má sjá hér:

Rauða borðið 25. mars – Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí