Málfrelsi sætir fordæmalausum skerðingum víða um heim miðað við seinni tíma. Rektorar, prófessor og nemendur háskóla eru reknir fyrir það eitt að tjá sig opinberlega um stjórnarstefnu í landi frelsisins, Bandaríkjunum.
Magnús Bernharðsson prófessor í sögu ræddi þetta örlög sumra fræðimanna sem andæfa stjórnarstefnu í ríkjum sem þó kenna sig við réttlæti og lýðræði við Gunnar Smára Egilsson við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Nefndi Magnús að vinir hans og kollegar í bandarískum háskólum hefðu þurft að þola ýmislegt síðustu misseri.
„Það eru meiri átök í háskólum í Bandaríkjunum en um langt skeið,“ sagði Magnús.
„Þetta er stórmál. Rektorar stærstu og virtustu háskóla heims og í Bandaríkjunum hafa þurft að segja af sér.“
Magnús spyr í þættinum hver staða hina almenna manns sé að verða í heiminum ef staða fræðimanna og rektora í stofnunum sem taldar voru njóta ákveðinnar verndar gagnvart pólitísku inngripi sé orðin svona.
„Fólk er hrætt,“ segir Magnús.
Umræðan hefst á 31. mínútu – en allt Rauða borðið í gær má sjá hér:
Rauða borðið 25. mars – Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna (youtube.com)