Sameyki krefst aðgerða – Segja heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum

Heilbrigðismál 27. mar 2024

Sameyki krefst þess að ríkisstjórnin setji aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, til að mæta aukinni þjónustuþörf. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið hér á landi standi á brauðfótum. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Sameykis, sem haldinn var í síðustu viku.

Ályktunin er svohljóðandi:

Ljóst er að heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur á brauðfótum. Almenningur hefur lengi kallað eftir að kerfið geti mætt þörfum landsmanna með sama hætti og gert er á hinum Norðurlöndunum. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu krefst þess að ríkisstjórn Íslands bregðist nú þegar við mjög örum samfélagsbreytingum sökum stóraukinnar eftirspurnar eftir heilbrigðisþjónustu vegna fjölgunar landsmanna og fjölda ferðamanna. Ekki hafa verið þróaðir innviðir til að mæta aukinni umönnunarþörf og kröfum um betri þjónustu. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru heilbrigðisútgjöld á Íslandi af vergri landsframleiðslu undir meðaltali aðildarríkja OECD og hafa verið það frá árinu 2010. Sameyki krefst þess að ríkisstjórnin efli heilbrigðiskerfið til að mæta þjónustuþörfinni með auknum fjárframlögum af vergri landsframleiðslu til kerfisins í samræmi við hin Norðurlöndin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí