Segir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið stórskaðleg í búvörulagamálinu

Samfélagið 26. mar 2024

Vinnbrögð ríkisstjórnarinnar eru stórskaðleg og kostnaður samfélagsins er gríðarlegur þar sem þrjár ríkisstjórnir reyna að starfa í landinu á sama tíma innan ósamstæðs meirihluta. Stefnuleysi og helmingaskipti skaða lýðræðið. Réttur neytenda er fyrir borð borinn.

Þetta sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður pírata í þættinum Þingið við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Þingið 25. mars – YouTube

Arndís Anna ræddi breytingar á búvörulögum sem haldið hefur verið fram að stangist á við lög. Hún sagði lögin til marks um að samkeppnissjónarmið yrðu undir. Fúsk einkenndi lagasetningu. Meirihlutinn hefði tamið sér mjög slæm vinubrögð með því að troða málum í gegnum þingið oft með mikum breytingum frá framlagningu. Þingmenn væru oft ekki með á nótunum hvað þeir væru í raun að samþykkja.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal gesta þáttarins. Hann sagði ekki skrýtið að meirihlutinn næði að troða sínum málum í gegn, því meirihlutinn réði ríkjum eftir kosningar. Það væri aldrei hægt að semja um öll mál þannig að allir væru sáttir. Enginn ágreiningur væri um Búvörufrumvarpið innan ríkisstjórnarinnar.

Jón benti þó á að miklu meiri breytingar væru að jafnaði gerðar á frumvörpum frá Alþingi frá því að þau væru fyrst lögð fram hér á landi en í nágrannalöndum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí