Skriðdrekar Ísraela keyra yfir lík og sjúkrabíla við al-Shifa sjúkrahúsið – Vitni segja frá fjöldaaftökum

Ísraelskir skriðdrekar keyrðu yfir lík Palestínumanna og yfir sjúkrabíla við al-Shifa sjúkrahúsið, sem ísraelski herinn hefur setið um í vikutíma. Ísraelskar hersveitir hafa nú ráðist á tvö sjúkrahús til viðbótar og segja sjónarvottar að harðri skothríð sé haldið uppi af hálfu hersins, sem kemur í veg fyrir að hjúkrunarlið geti komið særðum fyrir utan byggingarnar til aðstoðar. 

Ísraelski herinn hefur setið um al-Shifa sjúkrahúsið í vikutíma og að sögn Ísraela hafa 450 manns, sem herinn segir vera vígamenn Hamas, verið handteknir í og við sjúkrahúsið. Þá segja talsmenn hersins að hergögn og tæki hafi fundist á svæðinu. 

Ísraelski herinn heldur því fram að vígamenn Hamas hafi víggirt sig af inni á al-Shifa sjúkrahúsinu og kasti þaðan sprengjum og haldi uppi skothríð. Þeir beri ábyrgð á miklum skemmdum sem orðið hafi á byggingum sjúkrahússins. 

Palestínumenn sem hafa flúið umsátrið um spítalannn hafa lýst því að ísrelskir skriðdrekar og brynvarðar jarðýtur hafi keyrt yfir að minnsta kosti fjögur lík Palestínumanna við sjúkrahúsið og sömuleiðis yfir sjúkrabíla og eyðilagt þá. Fréttastofa The Associated Press hefur þetta eftir að minnsta kosti einu nafngreindu vitni, Jameel al-Ayoubi.

Fjöldi óbreyttra borgara er látinn í umsátrinu og þá hafa vitni borið að ísraelskir hermenn hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga. Fréttastofa Al Jazeera hefur eftir vitnum að minnsta kosti átta manns hafi verið teknir af lífi í hópaftöku. Ekki hefur reynst unnt að staðfesta vitnisburðinn frekar. 

Ísraelskar hersveitir hafa sömuleiðis ráðist á og umkringt al-Amal sjúkrahúsið og Nasser sjúkrahúsið í Khan Younis á suðurhluta Gaza-strandar. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir að minnsta kosti einn starfsmanna sinna auk annars Palestínumanns hafi verið drepnir í hörðum sprengjuárásum og skothríð á al-Amal sjúkrahúsið. Þá segja talsmann Rauða hálfmánans að ísraelski herinn hafi krafist allsherjar rýmingar starfsliðs, sjúklinga og fólks á flótta frá spítalanum og skotið reyksprengjum inn í hann til að knýja fólk í burtu. 

Þá segja sjónarvottar að herinn hafi ráðist á Nasser sjúkrahúsið og beitt skothríð úr bæði lofti og láði til þess. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí