Ísraeli sem stóð að baki herferð gegn Bashar Murad í Söngvakeppninni er starfsmaður ísraelska ríkissjónvarpsins. Mannlíf greinir frá þessu. Samstöðin hefur áður fjallað um herferð mannsins, sem heitir Yogev Segal, en hann er stofnandi Facebook-hópsins Israeli-Icelandic conversation. Sá hópur er í raun er þetta nokkurs konar aðdáunarklúbbur þeirra Íslendinga sem styðja Ísrael.
Segal hvatti alla meðlimi þessa hóps til að kjósa Heru Björk í lokakosningu Söngvakeppninnar. Hann lagði til að stuðningsmenn Ísrael á Íslandi reyndu að fá sem flesta til að kjósa lag Heru Bjarkar. Það væri öruggasta leiðin til að sjá til þess að Palestínumaður sjáist ekki á sviði í Svíþjóð í vor.
Innan fyrrnefnds hóps þá viðurkennir Segal fúslega að hann starfi fyrir ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, sem líkt og hið íslenska ber ábyrgð á Eurovison þátttöku Ísraelsríkis. Hann gefur í skyn að fréttaflutningur af herferð hans sé vatn á myllu samsæriskenninga. Hann segist ítreka að Ísrael hafi ekki skipt sér af kosningum á Íslandi.