Svínsnýra grætt í manneskju í fyrsta skipti – Bylting ef ígræðslan virkar

Erfðabreytt svínsnýra var grætt í 62 ára gamlan mann um síðustu helgi og er það í fyrsta skipti sem það er gert. Þetta er í þriðja skipti sem líffæri úr svínum eru grædd í fólk en í hinum tveimur tilfellunum skiluðu aðgerðirnar ekki árangri. Læknar binda hins vegar vonir við að aðgerðin nú hafi lukkast vel og er sjúklingurinn sagður á góðum batavegi. Ef aðgerðin skilar tilætluðum árangri mun hún marka mikil tímamót í sögu læknavísindanna. 

Líffæraflutningurinn var framkvæmdur á Massachusetts General sjúkrahúsinu, en þar var fyrsta nýrna ígræðslan einnig framkvæmd árið 1954. 

Rick Slayman, líffæraþeginn, var greindur með nýrnabilun á lokastigi. Slayman hefur glímt við nýrnabilun um margra ára skeið og fékk grætt í sig nýra frá líffæragjafa árið 2018. Á síðasta ári fór að koma fram bilun í því nýra og þurfti Slayman að hefja blóðskilun að nýju. Var honum kynntur möguleiki á að fá grætt í sig nýra úr svíni og samþykkti Slayman það. Í yfirlýsingu sem sjúkrahúsið sendi frá sér er haft eftir Slayman að hann hafi ekki bara séð það sem leið til bjargar fyrir sig, heldur gæti hann með því að gangast undir ígræðsluna orðið að miklu gagni fyrir þær þúsundir fólks sem þurfa á líffæra ígræðslum að halda. 

Læknar Slayman segja að hann hafist vel við og er búist við að hægt verði að útskrifa hann bráðlega. Í yfirlýsingu kemur fram að þeir bindir vonir við að nýrað nýja geti enst um árabil en viðurkenna að margt sé ófyrirséð þegar kemur að flutningi líffæra úr dýrum og yfir í mannfólk. 

Læknar sem ekki komu að aðgerðinni eða starfa við Massachusetts General sjúkrahúsið hafa lýst því að um sé tímamóta viðburð sé að ræða. Þörfin fyrir líffæri til ígræðslu er langt umfram þau líffæri sem bjóðast. Þannig deyja daglega sautján Bandaríkjamenn sem eru á biðlista eftir líffæragjöf og nýru eru þau líffæri sem minnst er af. Þannig munu hafa verið framkvæmdar 27 þúsund nýrnaígræðslur á síðasta ári, en á sama tíma biðu 89 þúsund manns í Bandaríkjunum eftir nýjum nýrum. 

Takist að nýta líffæri úr dýrum til ígræðslu í fólk væri mögulegt að leysa skortinn sem til staðar er á líffærum úr fólki. Hins vegar hefur það hingað til ekki tekist. Í tvígang hefur hjarta úr svínum verið grætt í fólk en í báðum tilfellum létust sjúklingarnir aðeins nokkrum vikum eftir ígræðsluna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí