Vatikanið á flótta undan orðum páfa

Ráðamenn í Vatikaniu hafa dregið í land eftir að yfirlýsingar Frans páfa um að rétt væri að Úkraína veifaði friðarfána ollu reiðiöldu í Evrópu. Nú hefur Pietro Parolin kardínáli, utanríkisráðherra Vatikansins og næst æðsti maður páfagarðs, lýst innrásinni í Úkraínu sem óréttlætanlegri og  kallað Rússa árásarríki.

Yfirlýsing Parolin kemur þremur dögum eftir að Frans páfi lýsti því í viðtali við svissneska ríkissjónvarpið RSI að hann taldi að þeir sem „hefðu hugrekki til að flagga hvíta fánanum og hefja samningaviðræður séu sterkari,“ aðspurður um ákall á hendur Úkraínu um að gefast upp fyrir innrásarher Rússa. Orð páfa þóttu bergmála orðræðu ráðamanna í Kreml. 

Yfirlýsingar páfa ollu reiði og hneykslan í Kænugarði. Zelenskyy forseti Úkraínu sagði að það væri á ábyrgð Rússa að enda stríðið og Dmytro Kuleba utanríkisráðherra sagði að Úkraínumenn myndu aldrei draga upp annan fána en þjóðfánann. 

Bandamenn Úkraínu brugðust líka illir við, og sagði utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, að hún skyldi ekki yfirlýsingar hans. Forseti Lettlands, Edgars Rinkēvičs sagði þá að ekki mætti falla á kné frammi fyrir hinu illa, berjast yrði áfram og hafa sigur „svo hið illa dragi upp hvíta flaggið og gefist upp“. 

Haft er eftir Parolin kardinála í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera að Rússar eigi fyrst og fremst að leggja niður vopn. „Árásarstríðið á hendur Úkraínu er ekki afleiðing óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur eingöngu mannanna verk. Hinn sami mannlegi vilji sem ollið hefur þessum harmleik hefur líka færi á, og ber skylda til, að gera ráðstafanir til að enda stríðið og feta slóð að diplómatískri lausn,“ sagði Parolin. Hann líkti stríðinu við átök Ísraela og Hamas á Gaza og sagði að staða mála í báðum tilvikum hefði í för með sér óásættanlega hættu og afleiðingar í fjölda annarra ríkja. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí