Vill eitthvað betra en Faceboook: „Finnst ykkur ekki truflandi að við séum öll að nota þennan miðil?“

Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og áður aðalleikari kvikmyndarinnar Sódóma Reykjavík, hefur vakið athygli á því að það verði skýrara með hverjum deginum að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að hafa sérstakan samfélagsmiðil fyrir þjóðina. Þó það megi vel segja að óánægja með Facebook sé nokkuð útbreidd meðal Íslendinga, þá er Margrét Hugrún, ein fárra sem hefur kallað eftir einhverju öðru. Ljóst er að flestir átti sig á því að þjóðin þarf einhvers konar starfrænt torg, þar sem fólk getur auglýst hluti til sölu eða vakið athygli á því sem betur má fara.

En Facebook sýnir það betur með hverjum deginum að það geti ekki verið þetta starræna torg Íslendinga til frambúðar. Margrét Hugrún bendir á einugis þrjú dæmi um það. Í fyrsta lagi þá þurfum við að „deila hlekkjum í athugasemdum við eigin færslur svo að einhver sjái þá“. Þar vísar Margrét Hugrún í hvernig Facebook í raun felur allar færslur sem vísa fólki á vefsíður utan Facebook. Slíkar færslur eru nánast komnar á bannlista, því mikið færri en ella sjá viðkomandi færslu.

Í öðru lagi segir Margrét Hugrún að við þurfum  nú að „búa til stafarugl til að einhver sjái færslurnar okkar um þetta sturlaða stríð.“ Þar vísar hún til þess að svipað og með færslur sem vísa út fyrir Facebook þá eru færslur sem nefna Ísrael og Palestínu faldar af Facebook. Sumir hafa tekið til þess ráðs að skrifa nöfn landanna vísvitandi vitlaust, svo einhver sjái færsluna.  

Fyrstu tvö dæmin snúa að ritskoðunartilburðum hjá Facebook en það síðasta sem Margrét Hugrún nefnir er ekki síður alvarlegt. Það gerist svo að segja reglulega að Facebook er óaðgengilegt, síðan sé niðri, og þá er gjarnan grínast með að stóri gagnalekinn sé skammt undan. Óhætt er að segja að slíkur gagnaleki hjá Facebook myndi valda skærum á Íslandi sem yrðu sambærilegar Sturlungaöld ef öll skilaboð þjóðarinnar yfir árin yrðu öllum aðgengileg.

Margrét Hugrún spyr: „ finnst ykkur ekki smá truflandi að við séum öll að nota þennan miðil ennþá þrátt fyrir að þurfa núna að hafa ekki haft neinn aðgang að eigin gögnum og skilaboðum í rúma tvo tíma í gær vegna “mannlegra mistaka” hjá einhverjum starfsmanni á plani hjá Meta…“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí