Aðalstein lagði Páll Vilhjálmsson sem þarf að borga tvær milljónir

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Heimildarinnar, hafði betur í meiðyrðamáli sínu gegn Páli Vilhjálmssyni framhaldsskólakennara. Páll hefur í frístundum sínum síðustu ár verið helsti málsvari Samherja og eigenda þess. Eftir því sem best er vitað þá hefur Páll tekið sér þetta hlutverk án nokkra launa frá Samherja.

Í þessu, að svo virðist, sjálfskipaða hlutverki hefur Páll ítrekað sakað Aðalstein um að hafa framið hina ýmsu glæpi í tengslum við umfjallanir um Samherja undanfarin ár: allt frá byrlun og stuld til kynferðisofbeldis.

Aðalsteinn stefndi Páli fyrir átta slík ummæli og öll voru þau dæmd dauð og ómerk í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Páll þarf að greiða Aðalsteini um 450.000 krónur í bætur með dráttarvöxtum. Nokkuð meira fær lögmaður Páls, Sigurður G. Guðjónsson, eða um 1,5 milljón króna, en Páll þarf að greiða allan málaskostnað sjálfur.

Nánar má lesa um málið á Heimildinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí