Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Heimildarinnar, hafði betur í meiðyrðamáli sínu gegn Páli Vilhjálmssyni framhaldsskólakennara. Páll hefur í frístundum sínum síðustu ár verið helsti málsvari Samherja og eigenda þess. Eftir því sem best er vitað þá hefur Páll tekið sér þetta hlutverk án nokkra launa frá Samherja.
Í þessu, að svo virðist, sjálfskipaða hlutverki hefur Páll ítrekað sakað Aðalstein um að hafa framið hina ýmsu glæpi í tengslum við umfjallanir um Samherja undanfarin ár: allt frá byrlun og stuld til kynferðisofbeldis.
Aðalsteinn stefndi Páli fyrir átta slík ummæli og öll voru þau dæmd dauð og ómerk í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Páll þarf að greiða Aðalsteini um 450.000 krónur í bætur með dráttarvöxtum. Nokkuð meira fær lögmaður Páls, Sigurður G. Guðjónsson, eða um 1,5 milljón króna, en Páll þarf að greiða allan málaskostnað sjálfur.
Nánar má lesa um málið á Heimildinni.