Æla, sígarettustubbar, hálffull bjórglös og fleira misskemmtilegt birtist í gönguleið erlendra gesta fyrsta skemmtiferðaskips ársins þegar þeir gengu í gegnum miðbæinn í morgun.
Akureyringar þykja annálaðir snyrtipinnar og þykir þeim málið slæmt afspurnar en myndir úr miðbænum voru birtar á fréttavef Vikublaðsins á Akureyri.
Árvökull Akureyringur tók myndir af eftirköstum gleðinnar. Hefur mikil umræða orðið um að gera betur er kemur að hreinsun miðbæjarins og þrífa fyrr á morgnana en verið hefur.
Aðsendar myndir: vikubladid.is
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.