Listamannalaunum úthlutað eftir klíkuskap

Á fimmtudag verður gert opinbert hverjir hljóta listamannalaun.

Þótt allmargir Íslendingar fái úthlutað  verktakagreiðslum sem nema frá þremur mánuðum og upp í heilt ár, „lúsarlaun undir 600.000 krónum,“ eins og einn listamaður orðar það við Samstöðina, eru þeir fleiri sem fá ekki neitt. Ávallt skapast á þessum árstíma umræða um hvernig staðið er að úthlutun og árið 2024 verður engin undantekning frá fyrri tímum.

Sagt hefur verið frá því að Elísabet Jökulsdóttir er meðal þeirra sem fá engin ritlaun. Hún segist ekki vita hvernig hún kemst af.

Annar höfundur sem fær ekki krónu frá ríkinu er Halldór Armand Ásgeirsson. Í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson á Vísi lýsir Halldór þeirri skoðun sinni að klíkuskapur kunni að hafa nokkuð um það að segja hverjir fái listamannalaun og hverjir ekki. Hann óttast að núverandi úthlutunarfyrirkomulag muni að lokum ganga frá bókmenntunum dauðum, því rithöfundar verði óhjákvæmilega málpípur ríkjandi viðhorfa. 

„Tjahh, til að vera í náðinni er svo auðvitað best að þekkja fólk og helst gagnrýnendur persónulega,“ segir hann. „Þetta er svona strúktúr sem viðheldur sjálfum sér. Ég get að minnsta kosti sagt þér það að ég þekki vel þekkta og mjög reynslumikla rithöfunda hér, sem eru miklu bölsýnni á þetta en ég, og líta bara svo á að þetta sé eins og allt annað á Íslandi – klíka að keppa við aðrar klíkur um að eiga öruggt aðgengi að peningum almennings,“ er meðal þess sem Halldór Armand segir í viðtalinu við Vísi sem lesa má í heild hér:https://www.visir.is/g/20242658732d/til-ad-fa-lista-manna-laun-tharftu-ad-vera-i-nadinni?fbclid=IwY2xjawG7uS1leHRuA2FlbQIxMQABHeeMBhC8KUQTkkDJu4CHGNZlygodJ_VFRQRpY7Od8W3u8HXvn32JJZgP9w_aem_uc7aFL8g7CWJTtzKFhXJ9A

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí