Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á fundi í Hörpunni. Þetta verður í annað skiptið sem Bjarni tekur við embætti forsætisráðherra.
„Þegar saman fer pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki farnast Íslandi best,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Hann var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, og Bjartrar framtíðar árið 2017. Sú ríkisstjórn sprakk eftir hneyksli þar sem faðir Bjarna og uppreist æra sakamanns kom við sögu. Stjórnin var skammlíf og til marks um það þá er Bjarni eini forsætisráðherra Íslands sem ekki hefur flutt áramótaávarp í Ríkisútvarpinu.
Eftir vendingar sem rekja má nú til forsetaframboðs Katrínar Júlíusdóttir verður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nú fjármálaráðherra í stað Þórdísar Reykjörð Gylfadóttur sem færist aftur yfir í utanríkismálin eftir stutt hlé í kjölfar annars hneykslismáls hjá Bjarna, Íslandsbankamálsins.
Vinstri grænir fá hins vegar gamla ráðuneyti Sigurðar Inga, innviðarráðuneytið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður matvælaráðherra í Svandísar stað en Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra í stað Sigurðar Inga.