Bjarni verður aftur forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á fundi í Hörpunni. Þetta verður í annað skiptið sem Bjarni tekur við embætti forsætisráðherra.

„Þegar saman fer pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki farnast Íslandi best,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Hann var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, og Bjartrar framtíðar árið 2017. Sú ríkisstjórn sprakk eftir hneyksli þar sem faðir Bjarna og uppreist æra sakamanns kom við sögu. Stjórnin var skammlíf og til marks um það þá er Bjarni eini forsætisráðherra Íslands sem ekki hefur flutt áramótaávarp í Ríkisútvarpinu.

Eftir vendingar sem rekja má nú til forsetaframboðs Katrínar Júlíusdóttir verður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nú fjármálaráðherra í stað Þórdísar Reykjörð Gylfadóttur sem færist aftur yfir í utanríkismálin eftir stutt hlé í kjölfar annars hneykslismáls hjá Bjarna, Íslandsbankamálsins.

Vinstri grænir fá hins vegar gamla ráðuneyti Sigurðar Inga, innviðarráðuneytið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður matvælaráðherra í Svandísar stað en Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra í stað Sigurðar Inga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí