Einboðið að fá Ólaf Ragnar aftur

Í fárinu sem stendur nú yfir í kringum forsetakosninga hefur hjá sumum kviknað ákveðinn söknuður. Söknuði eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, og þeim stöðuleika sem fylgdi honum. Einn þeirra sem nefnir þennan söknuð á nafn er Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, en hann skrifaði kerskinn í vikunni:

„Ég skora hér með á herra Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta lýðveldisins Íslands, til að bjóða sig fram til embættis forseta lýðveldisins Íslands!“

En Helgi Hrafn er ekki sá eini sem hugsar til Ólafs Ragnars á þessum óvissutímum. Það gerir einnig Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku, en hann skrifar fyrr í dag:

„Nú vantar skyndilega afleysingamann í starf forsætisráðherra. Þann mann sé eg gjörla, eins og Sighvatur á Grund sagði. Það er Ólafur Ragnar Grímsson. Þótt hann hafi gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum hefur hann aldrei verið forsætisráðherra og má ætla að hann slægi ekki hendinni á móti því að bæta þeirri skrautfjöður í hattinn.“

Eiríkur telur margar ástæður fyrir því að Ólafur sé eins og sniðinn í þetta starf. „Hann hefur verið bæði í Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu, fyrirrennara VG, en helsta stuðningsfólk hans í seinni tíð kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur því einstaka innsýn í stjórnarflokkana þrjá og er vel til þess fallinn að sætta sjónarmið þeirra. Enginn forystumanna stjórnarflokkanna ann öðrum þess að verða forsætisráðherra en þetta leysir málið. Ólafur Ragnar hefur lika meiri reynslu af pólitískum klækjum en nokkur annar núlifandi maður og á alþjóðavettvangi er hann á heimavelli. Ef einhverjum finnst hann orðinn fullgamall má minna á að hann er hálfu ári yngri en Joe Biden sem ætlar sér að halda áfram í valdamesta embætti heims í fjögur ár í viðbót. Er þetta ekki alveg einboðið?,“ spyr Eiríkur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí