Fyrirtæki og fjárfestar borga minni skatt á Íslandi á kostnað almennings

Skattbyrði á Íslandi leggst fyrst og fremst á launafólk og almennt launafólk. Á þetta bendir Stefán Ólafsson, fyrrverandi prófessor í félagsfræði, á á Facebook og vísar meðal annars til við séum með þriðju hæstu skattbyrði hvað varðar einstaklinga af öllum OECD-ríkjum. Á hinn boginn þá er skattbyrði fjárfesta og fyrirtækja óvenju létt. Stefán skrifar:

„Svona er heildarskattlagning í íslenska þjóðarbúinu árið 2022. Þetta eru samanlagðar skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu (fyrri myndin) – beinir og óbeinir skattar samanlagðir. Við erum rétt yfir meðallagi OECD-ríkja (svörtu súlurnar). Þegar skattlagning á tekjur einstaklinga er hins vegar skoðuð (seinni myndin) þá kemur í ljós að við erum með þriðju hæstu skattbyrðina. Skattbyrðin á Íslandi leggst því með of miklum þunga á almennt launafólk og láglaunafólk en er tiltölulega létt hjá fyrirtækjum og fjárfestum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí