Ekkert réttlæti að fá hjá hrokafullum landlækni – Minnst þrjú dauðsföll „toppurinn á ísjakanum“

Á síðustu þremur árum hafa að minnsta kosti þrír látist í hverjum mánuði vegna einhvers konar mistaka innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Fjöldi látina er líklega umtalsvert hærri vegna þess að talið er að það sé ekki svo óalgengt að reynt sé að fela að andlát hafi borið að vegna mistaka. Í það minnsta halda Ásta Kristín Andrésdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir ogSigríður Magnúsdóttir því fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Þær eru meðlimir í félaginu Heilsuhagur, sem eru hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þær gagnrýna harðlega embætti landlæknis, sem hefur verið Alma Möller frá árinu 2018, og segja marga aðstendur helst upplifa hroka í samskiptum við embættið.

Þær segja segja að opinberar tölur, eins og þær eru teknar saman nú, sýni einungis toppinn af ísjakanum. Þrátt fyrir það draga þær upp nokkuð svarta mynd af fjölda mistaka og afleiðinga þeirra. „Á síðustu þremur árum hafa orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall, en ekki eru til tölur hjá landlæknisembættinu um hvers mörg örkuml hefur orðið vegna alvarlegra atvika. Það eru heldur ekki til tölur yfir hvað margir einstaklingar eru ílla settir andlega og líkamlega bæði sjúklingarnir sjálfir sem verða fyrir mistökum, aðstandendur og starfsmenn sem valda þeim. Viðurkenning er líka á að vanskráning sé á mistökum í heilbrigðiskerfi, svo að e.t.v. erum við hér að tala um toppinn á ísjakanum,“ segja meðlimir í Heilsuhag.

Þær kalla eftir því að embætti umboðsmanns sjúklinga eða rannsóknanefnd vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu verði stofnað. Nú sér Landlæknir um slík mál en meðlimir í Heilsuhag segja marga hafa mjög slæma reynslu af því embætti í tengslum við andlát af völdum mistaka. „Eftir svona áföll eru einstaklingar margir hverjir, illa í stakk búnir til að ganga á eftir málunum og sækjast eftir réttlæti eða viðurkenningu á meintum mistökum. Sorgarviðbrögð og geðlægð eru algengur fylgikvilli með tilheyrandi bjargarleysi við að sækja á og krefjast réttlætis gagnvart þungu, flóknu og jafnvel hrokafullu „opinberu embætti“. Fólki fallast hendur og er ekki í stakk búið, fyrr en jafnvel mörgum árum seinna, að ganga eftir réttlæti sem því finnst það ekki hafa fengið. Þetta hefur verið upplifun margra sem hafa leitað til Heilsuhags,“ segja meðlimir.

Þær segja að lög sem voru samþykkt á dögunum muni ekki bæta úr skák. „En því miður var hvorki hlustað á álit Heilsuhags eða þeirra fjölmörgu sem gáfu álit um frumvarpið, heldur var Landlæknisembættinu alhliða látið í té þetta verkefni, án þess að nokkur skoðun, könnun, eða rannsókn væri gerð á hvernig afgreiðsla þeirra mála sem lent höfðu í mistökum í heilbrigðiskerfi hefðu verið afgreidd hjá embættinu. Nú er það svo að Landlæknir hefur yfirumsjón með heilbrigðisstofnunum í landinu og ef mistök verða sem rekja má til vanrækslu á eftirliti, þarf skjólstæðingur viðkomandi heilbrigðisstofnunar að leita til landlæknis og er þá embættið komið báðu megin við borðið sem samkvæmt stjórnsýslulögum er ekki löglegt. Viðkomandi getur því leitað til heilbrigðisráðuneytis með málið, en nú er það svo að tengsl heilbrigðisráðuneytis og landlæknisembættis eru mjög náin og í mörgum lögum hefur það ráðgefandi skyldu fyrir ráðuneytið. Eins er oft um mikil tengsl inn í heilbrigðiskerfið við landlæknisembættið,“ segja meðlimir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí