Eyðileggingin í Khan Younis ólýsanleg – „Einungis rústir og drulla“

Eyðileggingin í borginni Khan Younis á Gazaströnd er ólýsanleg og „margföld sú sem nokkur gæti ímyndað sér“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Tedros Adhanom. Yfirlýsingin kallast á við það sem yfirmaður samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínumenn (OCHA oPT), Jamie McGoldrick, hefur lýst. 

Teymi á vegum WHO, OCHA oPT, Palestínu flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP)   fór í vettvangsferð til Khan Younis í kjölfar þess að Ísraelar drógu herlið sitt til baka þaðan á dögunum. Tedros sagði á samfélagsmiðlum að „engin bygging né vegur er óskemmdur, það eru einungis rústir og drulla“. Vörugeymsla með lyfjum og lækningatækjum við Nasser-sjúkrahúsið stóð í ljósum logum þegar teymið kom á staðinn og er talið ljóst að megnið af birgðunum sem þar voru séu ónýtar. Í vörusgeymslunni voru birgðir sem hefður átt að fara til sjúkrahúsa á suðurhluta Gaza. 

Bæði Nasser og al-Amal sjúkrahúsin eru rústir einar, sagði Adhanom, og þriðja sjúkrahúsið, al-Khair, er óstarfhæft einnig. Flest allar byggingar hafa orðið fyrir miklum skemmdum og ósprungnar sprengjur liggja eins og hráviði um götur og torg, með tilheyrandi hættu. Samkvæmt gervihnattamyndum hafa í það minnsta 12.700 byggingar í Khan Younis verið gjöreyðilagðar. Hvergi nema í Gazaborg er eyðileggingin meiri. 

Tedros sagði að WHO og samstarfsaðilar væru tilbúnir til að styðja við uppbyggingu og endurreisn, en til þess þyrfti að koma á vopnahléi. McGoldrick tók í sama streng og lýsti því að starfsmenn hjálparsamtaka ynnu hörðum höndum að því að aðstoða fólk á Gaza en tryggja þyrfti öryggi þeirra, aðgengi og áreiðanlega aðstoð ísraelskra hersins. „Ábyrgð hans líkur ekki þegar búið er að afhenda birgðir við landamærin,“ sagði McGoldrick. 

Palestínumenn hafa, eftir að Ísraelsher dró sig til baka, snúið heim til Khan Younis. Þar er skortur á öllu, vatni, matvælum, lyfjum, eldsneyti og heilbrigðisþjónustu. McGoldrick sagði að mannúðarsamtök sinntu nú um 116 þúsund manns í borginni en kæmu hvergi nærri nægri aðstoð til skila. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí