Fagnar sigri eftir ákvörðun Hagstofunnar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fagnar sigri eftir að Hagstofa Íslands ákvað að hætta að nota svokallaða reiknaða húsaleigu til að mæla húsnæðisliðinn í neysluvísitölu. Þess í stað verður eingöngu greidd húsaleiga notuð við mælingar á húsnæðisliðinum. Vilhjálmur telur að þetta verði mikil bót og muni líklega leiða til þess að vísitalan muni ekki hækka eins mikið.

„Svokölluð reiknuð húsleiga hefur verið sá þáttur í neysluvísitölunni sem hefur í gegnum árin haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar.  En reiknuð húsleiga samanstendur aðallega af hækkun á fasteignaverði og verðtryggðum vöxtum. Ég ásamt fleirum höfum á liðnum árum barist af alefli fyrir að svokölluðum húsnæðislið í neysluvísitölunni verði breytt, enda fráleitt að hækkun á fasteignaverði sé að hafa áhrif á vísitöluna. Ég er ekki í neinum vafa um að okkar barátta og gagnrýni á reiknuðu húsleiguna hefur gert það að verkum að Hagstofa Íslands hefur ákveðið að hætta með svokallaða reiknaða húsleigu og nota eingöngu greidda húsaleigu við mælingu á húsnæðisliðnum,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook.

Hann segir þó að tíminn verði að leiða í ljós hvort þetta verði til góðs. Það voni hann svo sannarlega. „Hagstofan hefur tilkynnt að frá og með júní næstkomandi verður aðferð húsaleiguígilda notuð við útreikning á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs og munu niðurstöður sem birtar verða 27. júní 2024 því byggja á þeirri aðferð. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort það verði til góða að taka út reiknaða húsleigu og nota greidda húsaleigu eingöngu, en ég ætla að leyfa mér að vona svo sannarlega að svo verði.Það er alla vega ljóst að hækkun á fasteignaverði hefur verið sá liður sem hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi á liðnum árum og áratugum og því margt sem bendir til þess að þetta verði til góða,“ segir Vilhjálmur og bætir við að lokum:

„Já okkar barátta hefur skilað þessum árangri og eins og ég hef sagt áður, „dropinn holar steininn“.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí