Fyrrum þingmaður segir hvern heilvita mann sjá hve Bjarni sé spilltur og rúinn trausti

Á sama tíma og Bjarni Benediktsson sagði kotroskinn á fundi á Nordica Hotel í morgun að hann væri ekki á útleið úr stjórnmálum telur Sigmundur Ernir, blaðamaður og fyrrum þingmaður, að pólitísk inneign Bjarna sé liðin.

Sjálfstæðismenn efndu til opins fundar á Hilton Nordica hóteli í morgun þar sem Bjarna var fagnað sem þjóðhetju. Ekki síst eftir að hann ræddi útlendingamál og sagði Norðurlöndin hafda sofið á verðinum og nú þyrftu þau að súpa seyðið af því.

„Eigum við ekki að segja að minnsta kosti að sögur af pólitísku andláti mínu hafi verið stórlega ýktar. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið að ég væri alveg örugglega að hætta, að ég hafi gert eitthvað vegna þess að ég var að hætta. En í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt: „Minn tími er ekki búinn,“ sagði Bjarni við fögnuð viðstaddra og lófaklapp.

Á sama tíma og sjálfstæðismenn klöppuðu fyrir Bjarna í morgun hafa tugþúsundir Íslendinga afþakkað Bjarna á stóli forsætisráðherra.

Sigmundur Ernir skrifar í nýjum pistli á DV að Davíð Oddsson hafi eitt sinn rætt við sig að traust væri verðmætasta inneign stjórnmálamanns. Það traust sé nú löngu horfið hjá Bjarna.

„Ekki þarf annað en að rifja upp síðustu ávirðingarnar á nýbakaðan forystumann ríkisstjórnarinnar, en varla er nema hálft ár frá því Umboðsmaður Alþingis átaldi hann sem þáverandi fjármálaráðherra fyrir að selja eigur ríkisins þrátt fyrir augljóst aðgæsluleysi. Hann hefði, svo orðrétt sé vitnað til sálnahirðis Austvellinga, ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut í bankanum.

„Í huga hvers heilvita manns heitir þetta spilling,“ segir Sigmundur.

Sjá allan pistil hans hér: Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda – DV

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí