Verkakonurnar sem sauma fötin okkar fá ekki launin sín greidd

Kannast þú við þessi vörumerki?

 • Tommy Hilfiger
 • Gap
 • Calvin Klein
 • H&M
 • Giorgio Armani
 • Ralph Lauren
 • Hugo Boss
 • Adidas
 • Zara
 • JC Penney
 • M&S (Marks & Spencer)
 • Uniqlo
 • Puma
 • Primark
 • Tesco
 • Walmart

Hvernig ætli sé komið fram við verkafólkið sem framleiðir þessi föt fyrir okkur? Eftirfarandi frásögn er smá dæmi um það.

Að minnsta kosti 50 verkafólk sem vinnur við að sauma föt særðust síðastliðinn sunnudag þegar löggan réðst á hundruð starfsfólk Abanti Colour Tex í Bangladesh sem kröfðust ‏ þess að fá sín laun greidd fyrir mars. Kröfufundurinn lokaði vegi í Dhaka-Munshiganj sem varð til þess að tveggja kílómetra löng röð myndaðist. Í verksmiðjunni sem framleiðir föt til útflutnings starfa 7 þúsund fata verkafólk.

Verkafólkið sagði að stjórnendur verksmiðjunnar hefðu greitt Eid bónus 8. apríl þegar verksmiðjunni var lokað vegna Eid al-Fitr helgihaldsins og lofað því ranglega að laun fyrir mars yrðu greidd út. Þannig ‏ að vinnurekandinn greiddi einungis út þennan Eid al-Fitr hátíðarbónus en svikust um að borga laun fyrir marsmánuð.

Tuttugu af 50 særðum mótmælendum hlutu skotsár. Við vorum að mótmæla friðsamlega þegar löggan byrjaði að skjóta á okkur,“ sagði ein verkakona við fjölmiðla.

„Við erum að krefjast launanna okkar, er það lögbrot? Af hverju var þá skotið á okkur? Ef við hefðum fengið launin greidd á réttum tíma þyrftum við ekki að fara út á götu,“ sagði önnur verkakona.

„Eid al-Fitr hátíðin var ekki haldin í ár hjá okkur þar sem við fengum ekki launin greidd og því gat ég ekki farið í þorpið mitt. Við þurfum alltaf að fara út á göturnar til að fá launin fyrir erfiðið. Erum við mannleg eða eitthvað annað?“ sagði önnur verkakona.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí