Hannes staðfestir að Katrín er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

Frá því að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti forsetaframboð sitt þá hafa margir haldið því fram að hún sé í raun frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Löng hefð er fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn tefli sínum frambjóðanda fram, leynt eða ljóst, og nú virðist sá frambjóðandi vera Katrín. Þetta staðfestir í raun Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor, í athugasemd við eigin færslu á Facebook.

Um helgina var hann spurður: „Getur það verið að stór hluti Sjálfstæðisflokksins fylgi Katrínu að Bessastöðum?“ Því svaraði Hannes játandi: „Hún er langframbærilegasti frambjóðandinn. Baldur er fulltrúi Brüssel-valdsins, og ekki þarf að hafa mörg orð um Jón Gnarr. Ég treysti henni alveg til að leggja til hliðar flokkspólitísk sjónarmið sem forseti.“

Þess má geta að enginn frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins hefur orðið forseti. Þó má segja að ein undantekning sé frá því, núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. Fólkið sem stóð að baki framboði hans áttu það flest sammerkt að tilheyra Sjálfstæðisflokknum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí