Ísraelskir drónar skotnir niður yfir Íran – Árásin virðist ekki hafa verið umfangsmikil

Misvísandi fregnir berast nú af árás Ísraela á Íran. Bandarískir embættismenn hafa lýst því við CBS fréttastofuna að ísraelskt flugskeyti hafi sprungið í Íran en hvorki Ísraelar né Íranir hafa staðfest að svo sé. Íranska ríkisfréttastofan segir hins vegar að Íranir hafi skotið niður þrjá dróna yfir Isfahan. Fæst bendir til að Ísraelar hafi skotið eldflaugum að Íran. 

Íranska ríkisfréttastofan hefur jafnframt greint frá því að öll svæði sem tengist kjarnorkuinnviðum landsins séu öruggir. Hið sama hafa heimildir innan bandaríska stjórnkerfisins sagt CNN fréttastofunni. Ríkisfréttastofan hefur þá birt myndir frá Isfahan sem sýna rósemdar viðbrögð og ekki er að sjá alvarlegar skemmdir. 

Ísraelar hafa dögum saman velt fyrir sér með hvaða hætti bregðast ætti við árás Írana á landið, sem aftur var gerð í hefndarskyni eftir loftárás Ísraela á konsúlat Írans í Damaskus í Sýrlandi. Bandaríkin hafa þrýst á Ísrael að halda ró sinni en svo virðist sem það hafi ekki dugað til. 

Ísraelar munu hafa tilkynnt Bandaríkjastjórn í gær að þeir hyggðust gera árásina, einhvern tíma á næstu dögum. Fréttamiðlar vestanhafs greina frá þessu og hafa jafnframt eftir embættismönnum vestra að þar hafi stjórnvöld ráðið Ísraelum frá árásinni, þeir styðji hana ekki og hafi engan þátt tekið í henni. 

Reuters fréttastofan hefur eftir embættismann í Íransstjórn að Íranir hyggist ekki hefna árásarinnar alveg á næstunni. Bæði embættismaðurinn, sem og íranskir fjölmiðlar, leiða að því líkum að árásin hafi átt sér stað innan Írans landsvæðis og óvíst sé hverjir beri ábyrgð á henni. Þetta er þó, sem fyrr segir, ekki í takt við það sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt við þarlenda fréttamiðla. Eftir er að sjá hver viðbrögðin raunverulega verða. Khamenei æðsti klerkur Írans lýsti því eftir árásina á konsúlatið í Damaskus að Íranir myndu hefna þess grimmilega. Sá er þó munurinn á að þar varð manntjón en svo virðist ekki hafa orðið í þetta skipti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí