Katrín og aðstoðarkonurnar á biðlaunum í kosningabaráttunni

Katrín Jakobsdóttir fer á svokölluð biðlaun í sex mánuði þegar hún hættir sem forsætisráðherra eftir helgi. Hún verður því á launum í kosningabaráttunni öfugt við aðra opinbera starfsmenn sem hafa boðið sig fram, svo sem Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu hjá Þjóðleikhúsinu. Þær eru í ólaunuðu leyfi meðan þær sinna kosningabaráttunni.

Laun forsætisráðherra eru í dag 2.680.312 kr. Biðlaun Katrínar verða því rétt rúmar 16 m.kr. Ef hún nær kjöri sem forseti mun hún taka við 1. ágúst næstkomandi og fá þá 2.985.000 kr. í laun á mánuði og allskyns fríðindi, sem eru meira að segja umfram þau sem forsætisráðherra nýtur.

Þegar upplýsingar úr skattskrám voru birtar í fyrra kom fram að Katrín hafði haft fjármagnstekjur upp á um 3 m.kr. á árinu 2022 og vakti athygli að fjármagnstekjur Katrínar voru hærri en annarra ráðherra. Líka Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Bjarna Benediktssonar, sem bæði tilheyra miklum eignafjölskyldum. Ef við miðum við 7,5% ávöxtun eða vexti má ætla að Katrín eigi um 40 m.kr. eignir sem bera fjármagnstekjur. Hún gæti því fjármagnað kosningabaráttu án aðstoðar.

Katrín hefur haft tvær persónulegar aðstoðarkonur í forsætisráðuneytinu, Bergþóru Benediktsdóttur og Láru Björg Björnsdóttur. Þar sem þær eru persónlega ráðnar er ólíklegt að þær muni verða ráðnar af nýjum forsætisráðherra. Þær Bergþóra og Lára fara því á þriggja mánaða biðlaun. Laun aðstoðarfólks ráðherra er yfir 1,5 m.kr. á mánuði, svo aðstoðarkonurnar tvær fá yfir 9 m.kr. í biðlaun saman.

Nú eru þær auðvitað frjálsar manneskjur, Bergþóra og Lára, og eru ekki bundnar af því að fara með Katrínu í kosningabaráttu í forsetakosningum. Þær sáu hins vegar um kynningar á framboði hennar á föstudaginn, en þá sem starfsmenn ráðuneytisins. En það kæmi líklega engum á óvart þótt þær tvær myndu starfa við kosningabaráttuna, kannski í von um að fylgja svo Katrínu yfir á skrifstofu forseta ef hún nær kjöri.

Á myndinni er Katrín með aðstoðarkonum sínum, Láru vinstra megin og Bergþóru til hægri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí