Kristrún hjólar í Kolbrúnu ráðherra

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vænir Kolbrúnu Þórdísi Reykfjörð Gylfadóttur um ósannsögli vegna umræðu sem hefur skapast um sölu TM til Landsbankans og ábyrgð á henni.

Í viðtali við Rúv segir Kristrún að bein samskipti Þórdísar við bankann sem hafi orðið upplýst um séu í trássi við fyrri yfirlýsingar Þórdísar þegar hún gegndi stöðu fjármálaráðherra.

Um ræðir yfirlýsingar um armslengd frá bankanum. Hún vill að fjárlaganefnd taki málið til umfjöllunar en nefndin hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti Bankasýslunnar, ráðherra, bankaráðsins og bankastjóra.

„Að mínu mati þá virðast bæði ráðherra og Bankasýslan orðin svolítið margsaga í þessu máli og upplýsingar smám saman að koma fram. Ég nefni það sérstaklega að fjármálaráðherra fyrrverandi og stjórnarmeirihlutinn höfðu fyrst haldið því ríkulega til haga að vegna armslengdar mættu engin bein samskipti vera á milli bankans og ráðherra,“ segir Kristrún.

Í viðtali við Tryggva Pálsson stjórnarformann Bankasýslu ríkisins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun kom fram að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði átt fund með bankastjóra Landsbankans og komið skoðun sinn á framfæri. Það rímar samkvæmt Rúv einnig við það sem áður kom fram í Heimildinni að ráðherra hefði átt þannig fund sem var fyrir 15. mars þegar bindandi kauptilboð í TM var gert og Bankasýslunni voru sendar upplýsingar.

Bankasýslan hefur skipt út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboðinu í TM.

Sjá frétt rúv hér: Bein samskipti við bankann í trássi við fyrri yfirlýsingar ráðherra – RÚV.is (ruv.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí