Kurr í ríkisstjórn á sama tíma og óbirt könnun er sögð mæla mikið fylgi Baldurs

Mikil spenna er innan ríkisstjórnarinnar vegna fyrirhugaðs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta.

Þingmaður stjórnarandstöðunnar sem Samstöðin ræddi við í morgun segir áhugavert að Bjarni Benediktsson hafi ákveðið að skrópa á fundi utanríkisráðherra NATO. Það kunni að vera til marks um óvissu og jafnvel krísu innan stjórnarliðsins.

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funda um stöðuna  eftir hádegi í dag.

Samstöðin býr einnig yfir upplýsingum um að von sé á nýrri könnun um fylgi frambjóðenda. Samkvæmt heimildum mælir könnunin Baldur Þórhallsson með mesta fylgið og töluvert meira en Katrín.

Þó ber að geta þess að Katrín hefur ekki enn sagt með fullri vissu að hún ætli að fara fram þótt flestir meti líkur þess yfirgnæfandi.

Baldur segist í samtali við Samstöðina hvergi banginn við framboð Katrínar né annarra frambjóðenda. Hann muni berjast til sigurs.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí