Líkur til að næsta ríkisstjórn Króatíu innihaldi popúlískan hægri þjóðernisflokk

Sitjandi stjórnarflokkur Króatíu, hið íhaldssama Króatíska lýðræðisbandalag (HDZ) vann sigur í þingkosningunum þar í landi í gær. Flokkurinn, sem leiddur er af forsætisráðherranum Andrej Plenkovic, hlaut 61 þingsæti af 151. Hins vegar er búist við að erfitt verkefni bíði Plenkovic við að mynda starfhæfan meirihluta á þinginu. Til þess mun hann að líkindum þurfa að leita á náðir popúlískra þjóðernissinna.

Stuðningurinn við HDZ er helfur minni en í kosningunum fyrir fjórum árum síðan, þegar flokkurinn fékk 66 þingsæti. Mið-vinstrabandalagið, leitt af Sósíaldemókrötum (SD) hlaut 42 þingsæti og popúlíski hægrisinnaði þjóðernisflokkurinn Föðurlandshreyfingin hlaut 14 sæti. Sá flokkur er meðal annars andsnúinn fóstureyðingum og samkynja hjónaböndum, svo nokkuð sé tínt til af stefnuskrá hans. 

Þá hlaut kosningabandalag flokka, Brúarinnar sem er íhaldssflokkur sem hefur efasemdir um Evrópusamstarfið, og Fullveldisflokkurinn, sem er kristilegur íhaldsflokkur 11 þingsæti. Vinstri græni flokkurinn Við getum hlaut þá 10 sæti. 

Föðurlandshreyfingin er því í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkistjórnar en 76 þingsæti þarf til að mynda meirihluta. Eins og glöggir lesendur sjá, þá dugar þingstyrkur HDZ og Föðurlandshreyfingarinnar þó ekki til einvörðungu, því saman hafa flokkarnir aðeins 75 þingsæti. Nokkrir minni flokkar fengu einnig kjörna þingmenn en flestir aðeins einn hver og þeir flokkanna sem fleiri þingmenn fengu eru að líkindum ekki æstir í samstarfið. Því er líklegast að Plenkovic þurfi að leita til bæði Föðurlandshreyfingarinnar og kosningabandalags Brúarinnar og Fullveldisflokksins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 

Kosningaþátttaka var 60 prósent, þrettán prósentustigum betri en fyrir fjórum árum, og er talið að það megi rekja til harðrar kosningabaráttu milli Plenkovic og Zoran Milanovic forseta Króatíu, sem þó var ekki í framboði. Áður hefur verið rakið í frétt Samstöðvarinnar hvernig á því stóð og má finna þá frétt hér

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí