Mikil sóun í fjölda nefna og stjórna hjá ríkinu

„Það árar býsna vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra við kynningu á fjármálaáætlun til næstu fimm ára í morgun.

Hann sagði að hagrætt yrði í ríkisrekstri. Stofnunum yrði fækkað frekar með sameiningu.

„Stofnanir hafa margar hverjar ekki burða til að gegna kröfum,“ sagði Sigurður Ingi en vildi ekki nefna hvaða stofnanir hann átti við. Hann sagði mikla sóun fjár fylgja kostnaði við fjölda nefnda og stjórna hjá ríkinu.

Þótt leigjendur búi við bágan hag sagði fjármálaráðherra að staða heimilanna væri sterk og styrktist enn með með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem hægt er að kynna sér betur hér:

Áhyggjum hafði verið lýst af þenslu og kosningaskjálfta sem gæti haft neikvæð áhrif á verðbólgu en eigi að síður boðaði ráðherra Þjóðarhöll, áframhaldandi byggingu nýs Landspítala, nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns og legudeild á Akureyri. Þá verði framkvæmdir á vegakerfinu en sumum byggingaverkefnum verði þó frestað.

Fram kom í máli ráðherrans að útlit væri fyrir minni útgjöld í bótakerfum, meðal annars vegna betri afkomu eldri borgara.

Verðbólga mælist nú 6,8 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí