„Það árar býsna vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra við kynningu á fjármálaáætlun til næstu fimm ára í morgun.
Hann sagði að hagrætt yrði í ríkisrekstri. Stofnunum yrði fækkað frekar með sameiningu.
„Stofnanir hafa margar hverjar ekki burða til að gegna kröfum,“ sagði Sigurður Ingi en vildi ekki nefna hvaða stofnanir hann átti við. Hann sagði mikla sóun fjár fylgja kostnaði við fjölda nefnda og stjórna hjá ríkinu.
Þótt leigjendur búi við bágan hag sagði fjármálaráðherra að staða heimilanna væri sterk og styrktist enn með með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem hægt er að kynna sér betur hér:
Áhyggjum hafði verið lýst af þenslu og kosningaskjálfta sem gæti haft neikvæð áhrif á verðbólgu en eigi að síður boðaði ráðherra Þjóðarhöll, áframhaldandi byggingu nýs Landspítala, nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns og legudeild á Akureyri. Þá verði framkvæmdir á vegakerfinu en sumum byggingaverkefnum verði þó frestað.
Fram kom í máli ráðherrans að útlit væri fyrir minni útgjöld í bótakerfum, meðal annars vegna betri afkomu eldri borgara.
Verðbólga mælist nú 6,8 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent.