Réttarhöld hafin yfir öfgahægrimanni í Þýskalandi fyrir að nota slagorð nasista

Réttarhöld eru hafin yfir svæðisformanni þýska öfgahægriflokksins Alternative Für Deutschland (AfD) en hann er ákærður fyrir að hafa í tvígang kallað slagorð nasista á opinberum samkomum. 

Björn Höcke, svæðisformaður AfD í Thüringen, er sakaður um að hafa í maí árið 2021 enda ræðu sína í Merseburg á orðunum „Alles für Deutschland“ eða „Allt fyrir Þýskaland“ Slagorðið er bannað í Þýskalandi þar eð það var einkunnarorð stormsveita Nasistaflokksins á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Fleiri slagorð Nasista og táknmyndir eru bönnuð í Þýskalandi. 

Saksóknarar í dómssal í borginni Halle, þar sem réttarhöldin fara fram, halda því þá einnig fram að Höcke hafi endurtekið leikinn í desember í fyrra á samkomu AfD í Thüringen kallað „Allt fyrir…“ og þannig hvatt múginn til að svara með orðinu „Þýskaland“. Saksóknarar halda því jafnframt fram að Höcke hafi verið fullljóst að slagorðið væri bannað og hvernig á því stæði. Því neitar Höcke sjálfur. 

Rök lögfræðinga Höcke eru þau að með slagorðinu sé ekki verið að vísa til glæpsamlegs athæfis og það sé notað í almennu máli. Höcke sjálfur sagði í sjónvarpsþætti sem sendur var út áður en réttarhöldin hófust að hann hefði í raun aðeins verið að þýða slagoð Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „Ameríka fyrst“, yfir á þýsku. 

Höcke hefur verið svæðisformaður AfD í Thüringen frá stofnun árið 2013. Flokkurinn stendur sterkum fótum þar, eins og víðar í austurhluta Þýskalands, og hefur iðulega fengið mest fylgi í kosningum í héraðinu.  Þrátt fyrir að vera ekki einn af leiðtogum flokksins á landsvísu er Höcke áhrifamaður í flokknum og talinn einn arkitekta þess að flokkurinn hefur sífellt færst lengra í átt til öfga hægristefnu. Höcke hefur meðal annars kallað minnismerkið um helförina í Berlín skammarlegt og gagnrýnt hvernig sögu Seinni heimstyrjaldarinnar er haldið á lofti í Þýskalandi. 

Verði Höcke sakfelldur á hann yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí