Þjóðverjar og Svisslendingar taka stöðu gegn öfgahægrimanni

Austuríska öfgahægrimanninum Martin Sellner hefur verið bannað að koma inn í Þýskaland, tveimur dögum eftir að honum var vísað úr landi í Sviss. Sellner var vísað úr landi í Sviss síðastliðinn sunnudag. Hann heldur á lofti ógeðfelldum skoðunum um fjöldabrottflutning innflytjenda frá Evrópu og hefur ríkuleg tengsl við nýnasistahreyfingar. 

Sellner er leiðtogi austurísku Sjálfsmyndar hreyfingarinnar (Identitäre Bewegung Österreich) sem er öfgasinnuð hægri þjóðernishreyfing, hluti af evrópskri öfgahægri hreyfingu sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Sjálfsmyndarhreyfingin var árið 2019 skilgreind af þýsku leyniþjónustunni sem öfgasamtök sem hugsanleg hætta stafaði af. 

Hann er þekktur fyrir yfirlýsingar sínar um „endurþjóðflutninga“, sem snúast um að vísa eigi meira og minna öllum innflytjendum úr landi og þá er hann sérstakur hatursmaður múslima. 

Þýsk yfirvöld tilkynntu Sellner í gær að honum væri bönnuð koma til Þýskaland næstu þrjú árin. Sellner greindi sjálfur frá þessu í myndbandi á X, áður Twitter, í gær en myndbandinu hlóð hann upp í þýsku borginni Potsdam. Talskona borgaryfirvalda í Potsdam staðfesti við AFP fréttaveituna að borgara frá Evrópusambandslandi hefði verið bönnuð frjáls för um Þýskaland. Honum væri óheimilt að bæði koma inn í landið og að dvelja þar, og lögregla myndi handtaka hann og vísa honum úr landi, ef til þess kæmi. 

Svissneska lögreglan greindi frá því síðasta sunnudag að hún hefði leyst upp fjölda samkomu öfgahægrimanna sem Sellner hugðist ávarpa. Samkoman var skipulögð af öfgahægri samtökunum Hinir ungu dauðu (Junge Tat), sem þekkt eru fyrir andúð sína á innflytjendum og múslimum. Var Sellner handtekinn og honum vísað úr landi. 

Í Þýskalandi hafa farið fram gríðarmikil mótmæli gegn öfgahyggju upp á síðkastið, sem beinast ekki síst gegn AfD stjórnmálaflokknum, Valkostur fyrir Þýskaland (Alternative für Deutschland), sem er hægrisinnaður popúlistaflokkur sem meðal annars er andsnúinn innflytjendum. Mótmælin hófust í janúar eftir að í ljós kom að sumir meðlimir AfD höfðu sótt samkomu í Potsdam í nóvember síðastliðnum, þar sem Sellner var meðal ræðumanna. Á samkomunni voru samankomnir nýnasistar og aðrir öfgamenn, og var umræðuefnið „endurþjóðflutningar“, að vísa ætti úr landi innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, og Þjóðverjum af erlendum uppruna sem öfgamönnunum þættu ekki hafa aðlagast þýsku samfélagi. 

Sellner var virkur þáttakandi í nýnasista hreyfingum í Austurríki á yngri árum og hlaut meðal annars dóm í fyrir hatursáróður gegn gyðingum árið 2006. Árið 2016 lýsti hann því yfir að hann hefði yfirgefið nýnasismann, en nýleg dæmi sýna að tengsl hans við þær hreyfingar eru enn virkar og til staðar. 

Þá var Sellner í virku samtali við, og fékk fjárstyrki frá, Brenton Tarrant sem árið 2019 framdi skotárás í mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi og myrti þar 51 manneskju. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí