Ríkisstjórnin myndi ekki fá nema 21 þingmann ef úrslit kosninga yrði eins og niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn myndu tapa sex þingmönnum hvor flokkur en og Vg fimm. Frá kosningum hefur Vg misst frá sér 60% kjósenda sinna, Framsókn 38% og Sjálfstæðisflokkurinn 30%. Samanlagt fylgi þessara flokka var 54,3% í kosningunum 2021 en mælist nú 32,9%, tveir af hverjum fimm kjósendum hafa snúið baki við ríkisstjórnarflokkunum.
Eins og undanfarna mánuði mælist Samfylkingin með mest fylgi. Svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 11 þingmenn (-6)
Framsóknarflokkur: 7 þingmenn (-6)
Vg: 3 þingmenn (-5)
Ríkisstjórn alls: 21 þingmaður (-17)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 19 þingmenn (+13)
Viðreisn: 7 þingmenn (+2)
Píratar: 5 þingmenn (-1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 31 þingmqðue (+14)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 8 þingmenn (+6)
Ný-hægri andstaðan: 11 þingmenn (+3)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: enginn þingmaður (+/-0)
Ef við skoðum breytinguna frá kosningum þá er hún þessi:
Þessir bæta við sig:
Samfylkingin: +17,4 prósentur
Miðflokkur: +6,2 prósentur
Viðreisn: +1,9 prósentur
Þessi standa í stað:
Sósíalistar: +0,0 prósentur
Píratar: -0,1 prósentur
Þessir missa fylgi:
Flokkur fólksins: -3,5 prósentur
Framsókn: -6,6 prósentur
Sjálfstæðisflokkur: -7,2 prósentur
Vg: -7,6 prósentur
Myndin er af því þegar Katrín Jakobsdóttir rétti Bjarna Benediktssyni lyklana af stjórnarráðinu.