Þórarinn Eldjárn segir borgarstjórn hafa orðið sér til ævarandi skammar

„Þvílík fyrirmunun og forsmán. Borgarstjórn hefur orðið sér til ævarandi skammar.“

Þannig skrifar hin annars orðvari og geðþekki rithöfundur, Þórarinn Eldjárn, sem var alinn upp á safni. Það eru einmitt safnamál í borginni sem valda stórskáldinu ama.

Þórarinn deilir með gremju sinni frétt um að búið er að leggja niður Borgarskjalasafnið Fullyrðir Mogginn í fyrirsögn að Reykjavík sé eina höfuðborgin án skjalasafns.

Margir taka undir með skáldinu og benda á að sparnaður sem af þessu hlýst sé sáralítill í peningum – auk þess sem ýmis verðmæti í lífinu verða aldrei metin til fjár.

Það fer því lítið fyrir því að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Framsóknarmanna sem hét jakvæðum breytingum fyrir kosningar, eigi náðuga daga. Í þætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikunni á Rúv í gærkvöld, sást þó að borgarstjórinn heldur sér í formi með því að dansa Línudans.

Þórarinn Eldjárn varð borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí