„Þvílík fyrirmunun og forsmán. Borgarstjórn hefur orðið sér til ævarandi skammar.“
Þannig skrifar hin annars orðvari og geðþekki rithöfundur, Þórarinn Eldjárn, sem var alinn upp á safni. Það eru einmitt safnamál í borginni sem valda stórskáldinu ama.
Þórarinn deilir með gremju sinni frétt um að búið er að leggja niður Borgarskjalasafnið Fullyrðir Mogginn í fyrirsögn að Reykjavík sé eina höfuðborgin án skjalasafns.
Margir taka undir með skáldinu og benda á að sparnaður sem af þessu hlýst sé sáralítill í peningum – auk þess sem ýmis verðmæti í lífinu verða aldrei metin til fjár.
Það fer því lítið fyrir því að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Framsóknarmanna sem hét jakvæðum breytingum fyrir kosningar, eigi náðuga daga. Í þætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikunni á Rúv í gærkvöld, sást þó að borgarstjórinn heldur sér í formi með því að dansa Línudans.
Þórarinn Eldjárn varð borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008.