Útspil Kristrúnar og það í vinnugalla Alcoa sagt sýna að henni sé drullusama um náttúruverd 

Yfirleitt er vonin þegar stjórnmálaflokkar kynna nýtt útspil að það verði til þess að fleiri kjósa flokkinn. Ef marka  má viðbrögð á samfélagsmiðlum þá hafði útspil sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinar, kynnti í dag þveröfug áhrif. Fréttir af því flugu ekki hátt og þeir einu sem á annað borð ræða útspilið, eru þeir sem hafa ímugust á boðskapnum.

Í grófum dráttum má lýsa þessu útspil svo: flokkurinn vill virkja meira og bora fleiri göng. Það vilja fleiri flokkar að vísu. En ólíkt öðrum segist Samfylkingin ætla að ganga á eftir því hluti af þeim mikla hagnaði sem auðlindir þjóðarinnar skapa, renni í ríkissjóð. Það verði gert með auðlindarentuskatti á sjávarútveg, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Hér má lesa bækling þar sem flokkurinn kynnir þetta nánar.

Það er engum blöðum um það að fletta að það eru náttúruverndarsinnar sem taka þessu útspil illa. Meðal þeirra hefur verið haft orð á því að mynd af Kristrún, sem finna má í fyrrnefndum bæklingi, segi allt sem segja þarf. Þar má sjá Kristrúnu í vinnugalla Alcoa, sem fæstir náttúruverndarsinnar tengja við nokkuð jákvætt. Í þessum kreðsum hefur Alcoa helst ein hugartengsl: hitt liðið, Óvinurinn. Og Kristrún komin í búningin hans.

Auður Önnu Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, segir á Facebok að þetta útspil hafi tryggt það að flokkurinn fær ekki fleiri atkvæði frá henni. „Afleitt útspil hjá Samfylkingunni sem ég hef oft stutt og verið sammála en nú skilja leiðir. Í þessu eldrauða plaggi eru settar fram mjög óskynsamlegar hugmyndir um orkuvinnslu. Engin þörf er á aukinni orkuvinnslu í landi sem framleiðir 6x meiri raforku á mann en meðaltal hátekjulanda. SEX sinnum! Nauðsynlegt er að ákveða í hvað orkan á að fara en ekki er gerð tilraun til þess í plagginu að tryggja að ný orkuframleiðsla rati í orkuskipti,“ segir Auður Anna.

Auður Anna segir að þessi kynning, þar sem orðið nátturvernd er varla nefnt á nafn, sýna helst eitt: „Af þessu verð ég því að draga þá ályktun og Samfylkingin setji náttúruvernd og umhverfismál mjög neðarlega á forgangslistan. Afar leitt að sjá þar sem margt gott hefur komið frá flokknum í umhverfismálum áður en þægilegt fyrir mig. Ég þarf þá ekki lengur að velta fyrir mér hvort til greina komi að kjósa Samfylkinguna, svarið er einfalt nei.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí