Aðstoðarmaður Bjarna virkur í kosningabaráttu Katrínar

Páll Ásgeir Guðmundsson er nafn sem líklega fæstir kannast við en hann var hann þó aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í um fimm ár. Fyrir tveimur árum var hann svo ráðinn „forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs, sem hefur með greiningu efnahagsmála, umsagnagerð og stefnumörkun fyrir atvinnulífið að gera,“ líkt og það var orðað í fréttatilkynningu. Ljóst er að hann er því rammpólitískur embættismaður.

En Páll Ásgeir er einnig virkur í kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur. Til marks um það má nefna að hann hefur stofnað sérstakan leynihóp á Facebook utan um stuðningsmenn Katrínar í Borgarfirði. Óljóst er hvort sú vinna sé sjálfboðavinna fyrir Katrínu og hann láti laun greidd úr ríkissjóði duga eða hvort hann taki fyrir þetta sérstaka þóknun.

Það var í apríl árið 2017 sem Bjarni réð Pál Ásgeir sem aðstoðarmann en þá var hann kynntur svo til leiks í fréttatilkynningu:

„Páll Ásgeir er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Á árunum 1999-2001 starfaði Páll við markaðsmál þar til hann var ráðinn framkvæmdastjóri Telmar á Íslandi en því starfi gegndi hann þar til félagið var sameinað Gallup 2003. Undanfarin 14 ár hefur Páll starfað hjá Gallup en síðustu sjö ár hefur hann gegnt starfi sviðsstjóra markaðs- og viðhorfsrannsókna. Páll hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins auk þess að leiða rannsóknir á viðhorfum landsmanna til ýmissa málefna. Páll Ásgeir er fæddur í Reykjavík 1973, eiginkona Páls er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður, og eiga þau þrjú börn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí