Augað um það bil að springa en fær engin svör frá dýralækni né MAST

Það er líklega fyrst og fremst Steinunni Árnadóttur, hestakonu, organista og Vestlendingi ársins í fyrra, að þakka að umræða um slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði hefur náð út fyrir nærsveitina. Það er þó ærið tilefni ef marka má hryllingssögur hennar af búinu. Slíkar hryllingssögur eru orðnar nær vikulegar og því allt sem bendir til þess að dýrahald sé ekki með eðlilegum hætti á Höfða. Það sem gerir þær þó oft verri en ella eru lýsingar Steinunnar á því hve lítinn áhuga eftirlitsaðilar hafa á málinu.

Í gær greinir Steinunn frá því að hún hafi engin svör fengið frá dýralækni eftir að hafa tilkynnt um ær með augljóslega mjög alvarlega augnsýkingu. „Framhaldssagan Hryllingurinn á Höfða: Ég sendi 16. maí póst á yfirdýralækni, eftirlitsdýralækni þessa héraðs og forstjóra Mast og bað um aðstoð vegna kinda í neyð,“ segir Steinunn og birtir myndina sem sjá má hér fyrir ofan.

„Ég óskaði sérstaklega eftir að þessi vina (sem mynd fylgir af) fengi dýralæknaaðstoð. Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu. En eins og áður er nefnt ,,annast“ Matvælastofnun nú þennan hrylling og er þar með stöðugt og vökult eftirlit! Engin svör bárust. Engin aðstoð hefur litla vinan fengið. Hún er mikið verri í dag 20. maí en þegar síðasta mynd var tekin,“ segir Steinunn.

Hún hefur, því miður, fleiri tíðindi úr sveitinni. „Annað að frétta úr hryllingnum er að kindur bera við þjóðveg 522 eins og undanfarin ár og undanfarnar vikur (sjá mynd af nýborinni kind í dag 20. maí). Lömb eru að sjálfsögðu ómerkt. Það hefur alltaf verið svona og breytist ekki þótt Mast sé daglega í kaffi hjá ábúendum,“ segir Steinunn og bætir við að lokum:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí