„Einhver aumasta ákvörðun í íslenskri pólitík seinni ára“

„Mynd dagsins hjá Reuters er lýst svo: Palestínsk stúlka í leit að vatni heldur á brúsum, hún á leið fram hjá húsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst,“ skrifar Dagur Hjartarson rithöfundur  á Facebook og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir neðan.

Að þessu tilefni rifjar Dagur upp þá ákvörðun að frysta greiðslur Íslands til aðstoðar stúlkna eins og þeirri sem sjá má á myndinni. Dagur skrifar:

„Sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna hlýtur að vera einhver aumasta ákvörðun í íslenskri pólitík seinni ára. Ákvörðun sem var ekki byggð á sönnunum, ekki gögnum, ekki diplómasíu, ekki utanríkisstefnu, ekki byggð á neinu nema þá tilfinningu ráðherrans fyrir því hvað er rétt og gott. Við erum óheppinn að sitja uppi með hann sem forsætisráðherra.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí