Enginn áhugi á að„ræða bráðnauðsynleg umbótamál fyrir ómissandi starfsfólk“

Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Samkvæmt fréttatilkynningu frá stéttarfélaginu þá sendi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ríkissáttasemjara skriflega tilkynningu þess efnis í dag. Stéttarfélagið segist líta svo á að viðræður við Reykjavíkurborg hafi reynst árangurslausar. Viðræður hafa staðið yfir síðan um miðjan apríl, en kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar rann út í upphafi þess mánaðar.

„Samninganefnd Eflingar sem er skipuð öflugu fólki með langa starfsreynslu hjá borginni var einróma um að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara. Við höfum átt fjölmarga fundi með samninganefnd Reykjavíkurborgar en viðræður mjakast lítið sem ekkert áfram. Það er afskaplega undarlegt að upplifa að þrátt fyrir að við höfum komið því skýrt áleiðis, m.a. í kröfugerðinni okkar, að við ætlum að fylgja launastefnunni sem að mótuð var í kjarasamningum á almenna markaðnum, er borgin áhugalítil um að ræða bráðnauðsynleg umbótamál fyrir ómissandi starfsfólk sitt,“ segir í fréttatilkynningu.

„Hófstilltar launahækkanir virðast ekki hafa vakið löngun til að ganga hratt og örugglega frá samningum við okkur. Við vonum að með því að vísa deilunni fari viðræður að skila árangri.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí