Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra mælist með minna fylgi en í síðustu viku. Halla Tómasdóttir er á hraðri uppleið samkvæmt könnun Prósents sem birtist í Mogganum í dag. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er með mesta stuðning landsmanna í forsetaembættið sem stendur, fær 26% fylgi en Katrín er með rúm 19 prósent.
Skammt undan Katrínu er Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.
Einna mesta athygli vekur tvöföldun fylgis Höllu Tómadóttur forstjóra sem nú mælist með um 12 prósent. Segir í Morgunblaðinu að Halla Tómasdóttir gæti blandað sér í slag hinna efstu ef hreyfingarnar halda áfram.
Könnunin birtist í kjölfar umræðu um að stuðningsfólk Katrínar í valdastétt hefur farið mikinn með auglýsingum og á samfélagsmiðlum undanfarið með opinberum yfirlýsingum frá þekktu fólki.
Jón Gnarr leikari mældist með 13,8 prósenta fylgi og hefur tapað nokkru frá fyrri viku.
Könnunin sýnir að enn er galopið hvern Íslendingar velja sér sem forseta.
Kosið verður 1. júní næstkomandi.
Mynd: Morgunblaðið.