Helmingur með heimilislækni – en 95% í Noregi

Mun meiri líkur eru á að fólk missi heilsuna ef það er ekki með heimilislækni. Engu að síður er aðeins annar hver Íslendingur með heimilislækni en í Noregi er hlutfallið 95 prósent.

Þetta kom fram í umræðu um heilbrigðismál á Alþingi í dag þegar Hanna Katrín Friðrikson frummælandi í sérstakri umræðu um höfuðborgarsvæðið ræddi vanda og ekki síst skort á heimilislæknum.

Kom fram hjá þingmönnum að dæmi væru um að fólk í andarslitrunum fengi ekki þjónustu fyrr en mánuðum síðar.

Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi að staðan gæti verið betri. Margir báru Ísland saman við nálæg lönd. Nefndi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður pírata, að í heimsókn hennar nýverið til Frakklands fékk hún tíma hjá heimilislækni daginn eftir að hún pantaði. Það tók svo aðeins örfáa daga að fá tilvísun á sérfræðilækni. Biðin eftir þjónustu hér  er lífshættuleg að því er Arndís Anna hélt fram.

Gamaldags viðhorf hins opinbera til tækni er einn vandinn sem stendur úrbótum fyrir þrifum að því er kom fram hjá Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Vottanafargan og eltingarleikur við kerfið voru meðal þess sem bar á góma og féllu mörg stór orð í umræðunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí