Helstu fyrirtæki Íslands hvetja til þess að húsnæðisbætur verði teknar af öllum

Helsti þrýstihópur íslenskra fyrirtækja á Íslandi, Viðskiptaráð, hvetur ríkisstjórnina til þess að hætta að aðstoða leigjendur við greiðslu á húsnæði. Ástæðan: það er of dýrt. Þetta kemur fram í umsögn sem þrýstihópurinn sendi til Alþingis vegna fjármálaáætlunar. Viðskiptaráð bera á borð fleiri hugmyndir en allar eru þær augljóslega hugmyndafræðilegar en ekki praktískar, í raun allar í anda myrkrar fortíðar nýfrjálshyggjunnar. Skýrasta merkið um það er líklega tillaga um að þjóðinni yrði til hagsbóta að selja Leifsstöð. Helstu fyrirtæki á Íslandi borga fyrir starfsemi Viðskiptaráðs.

Taktlausasta tillagan er þó óneitanlega sú sem gengur út á að hætta öllum stuðningi við leigjendur í miðri húsnæðiskreppu. Það er of dýrt, segir Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs en nefnir ekki eitt orð um ástæðuna fyrir því að þetta sé svo dýrt: okkur leigusala sem þrífst vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Þess í stað vill Gunnar kenna einu stærsta vandamáli Íslands í dag, og líklega orsök verðbólgu á Íslandi, um dularfullan lóðaskort, hugmynd sem Sjálfstæðismenn hafa lengið talað um. Hugmynd sem er ekki alröng, og því verri fyrir vikið, og horfir algjörlega fram hjá augljósri lausn sem hefur reynst Íslendingum afar vel: að ríkið láti ekki svo mikilvægt málefni eins og húsaskjól almennings alfarið í hendurnar á bröskurum og taki sjálft þátt í uppbyggingu.

Viðskiptaráð vill þó fara þveröfuga leið og boðar meira af því sama. Nema auðvitað að tryggja að leigjendur Íslands hafi ekkert eftir af launum sínum þegar leigan hefur verið greidd. Laun sem eru greidd oftast af fyrirtækjum og því augljóst hagsmunamál þeirra að stöðva sífella hækkun í leiguverði. Lausnin við vandanum er þessi samkvæmt Viðskiptaráði:

„Viðskiptaráð mælir loks með að aðrar og skilvirkari leiðir verði farnar til að stuðla að auknu húsnæðisframboði. Þar má helst nefna einföldun regluverks, aukið lóðaframboð og skilvirkari leyfisveitingaferli þegar kemur að nýbyggingum og skipulagsmálum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí