Hóta að lögsækja Smáraskóla vegna hinsegin fræða

„Lögsækið Smáraskóla,“ segir Snorri Óskarsson, fyrrum grunnskólalkennari, gjarnan kenndur við Betel.

„Þetta er dæmi um lögbrot því að skv. lögum er skólaskylda á Íslandi og börn eiga að þekkja kristnu gildin eins og það að kynin eru bara tvö eftir því sem Jesús segir,“ bætir Snorri við.

Ummæli Snorra falla í umræðu á samfélagsmiðlum vegna fréttar sem Margrét Friðriksdóttir póstar undir orðunum að hatrið hafi sigrað.

Í fréttinni sem birtist á frettin.is segir af móður sem hafi barist fyrir að kristin gildi barna hennar séu virt í Smáraskóla. Henni hafi ekkert orðið ágengt. Hún hafi þurft lögfræðing til að ræða við skólastjórnendur og fræðsluyfirvöld í Kópavogi. Menn gefi lítið fyrir málflutning hennar. Sumt af hinsegin fræðunum sem áhersla sé lögð á í skólanum gangi gegn kristnum gildum og það fari fyrir brjóstið á móðurinni að hugmyndafræðinni sé flaggað með þeim hætti sem gert er í Smáraskóla.

Fram kemur að skólastjórnendur Smáraskóla hafi kært móður til Barnaverndar þar sem hún tók börnin úr skólanum „þangað til allur áróður yrði fjarlægður sem minnir á hinsegin fræðin“ eins og það er orðað.

Nokkur umræða hefur orðið meðal forsetaframbjóðenda um kristin gildi. Einnig hefur orðið umræða um aukna skautun, sundrungu, jafnrétti og fordóma. Hefur eini samkynhneigði frambjóðandinn þurft að svara spurningum sem aðrir hafa ekki fengið og hefur verið rætt um bakslag í málefnum samkynhneigðra, þar sem áður viðurkenndur fjölbreytileiki eigi nú undir högg að sækja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí